Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 69
67
inn vanir fyrir helio i eins og sjálfsagt er og fer vel á. — Síð-
ustu línurnar vill Boer láta halda sjer; lítur svo á, að skáldið hafl
rímsins vegna breytt út frá hinni venjulegu röð.
Það er nú að visu svo, að ekki verður skift um orðin dvergar
og alfar að öðru óbreyttu. En víst á alfar heima i 5. i., og þar sem
bersýnilegt er, að skáldið hefur yfirleitt ekki sett heitin í »heimana«
af handahófi, heldur eftir því sem honum fanst best eiga við1), eru
allar líkur fyrir þvi, að hann hafi valið álfunum heitið skin og hin-
um vísu dvergum fremur það heitið, sem benti á notkun tunglsins
til tímatals. En rímsins vegna hefur heitið ártali hvorki getað verið
með orðinu dvergar nje í helju i ljóðlínunni, að henni öldungis
óbreyttri að öðru leyti, og ekki er mjer kunnugt neitt annað
heiti á mánanum, sem byrji á d eða h svo að rímað geti við orð-
in dvergar eða í helju. Heitið ártali á tunglinu er meðal tunglsheita
í Skáldskaparmálum (útg. F. J. Kh. 1900, bls. 128), ef til vill tekið
úr A.lvíssmálum; þrjú önnur heiti nefnir Snorri, sem eru í vísunni.
Enn fremur er það í þulum (Sn. E. II. 485), en kann einnig að vera þar
úr Alvíssmálum. í Alvíssmál hefur þetta líklega verið sett eftir 23.
og 25. v. í Vafþrúðnismálum: »himin hverfa — skulu hverjan dag —
öldum at ártali* þau Máni og Sól, og: »ný ok nið — skópu nýt regin
— öldum at ártali*. í fljótu bragði virðist þetta fremur mæla með
því, að þetta heiti, ártali, sje upphaflegt í Alvíssmálum og ekki kom-
ið inn síðar, en þó er það ekki fullvíst af þessu. Vísan hefur getað af-
lagast snemma, löngu áður en þetta heiti var tekið úr henni í Skáld-
skaparmál og þuluna. Sá sem kom henni í þetta vanskapaða form,
sem nú er á henni í Sæmundar-Eddu, kann að hafa búið til heitið
ártali eftir vísunum í Vafþrúðnismálum, honum er það ekki síður
ætlandi en hinum upphaflega höfundi; og þar sem hann nú hafði
sett i 3. 1. helju í og í 5. 1. dvergar, en átti eftir alfar, þá þurfti
hann að hafa það orð í 6. 1., en það krafðist aftur heitis, sem byrj-
aði á hljóðstaf, og það heiti kann þá engu síður að hafa flogið hon-
um en frumhöfundinum í hug úr Vafþrúðnismálum.
Eftir Vafþrúðnismálum (23. og 25. v.), fyrirmynd höfundar 6. 1.,
er það ekki fremur máninn en sólin, sem eru »öldum at ártali«.
Hvorugt þeirra er heldur sjerstaklega álfum »at ártali«; með »öld-
um« hefur höfundur Vafþrúðnismála víst alls ekki átt við álfa2), en
vitanlega hefur höfundur 6. 1. ekki þurft að fara eftir því.
Það er tunglsins ný oic nið, sem »skópu nýt regin öldum at'ár-
tali«, og þar sem það, eins og áður var tekið fram, virðist eiga við,
1) Sbr. Finnur Jónsson, Litt. hist., I., 170.
S) Sbr. öld 1 Lex. poet.
6*