Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 75
73 enn (H)ymi kendi og enn Hrönn kendi.1 2 3) Sophus Bogge kom fram (i Arkiv 19) með síðustu tillöguna. Að Himinn muni hafa verið kendur við Hrönn st'Tður hann við forn rómverska goðsögn um að CaeluB hafi verið talinn sonur Tethys, en menn munu naumast geta fallist á þetta fremur en hinar tillögurnar. Menn vita ekki til að himininn hafi í norrænum fornfræðum verið álitinn sjerstök vera, sem hafi átt sjer föður eða móður, svo sem jörðin, sólin, eldurinn, veturinn, nóttin o. s. frv. Snorri segir í Skáldskaparmálum (bls. 90- 91 í útg. F. J., Kh. 1900), hvernig kenna skuli himininn, og nefnir mörg dæmi til þess, hve skáldin hafi gjör* það. Bendir ekki neitt þeirra til þess, að Snorri nje þau hafi haft nokkrar sagnir um að himininn væri vera, »persóna«. En nú er algengt að Begja að ýmsir hlutir sje »kendir« svo eða svo er þeir hafa lögun, eðli eða háttu einhvers annars, sem menn kannast við. Samkvæmt þessu hafa komið fram lagfæringar- tillögurnar: enn hákendi og enn hrótkendi.*) Þessar tiliögur tóku höfundar þeirra (Guðm. Magnússon og Sophus Bugge) aftur síðar, en jeg hygg að þær sje þó spor í rjetta átt, fremur en hinar fyr nefndu. Himininn ver gerður af haus Ymis og má kenna hann svo, segir Snorri, að kalla hann »haus Ymis«. Hjer gæti þó varla kom- ið til mála að segja »enn hauskendi« um himininn. Snorri segir eun fremur að himininn sje nefndur »hjalmr eða hús lopts ok jarðar ok sólar*.8) Alt er þetta sprottið af þeirri lögun, er mönnum sýndist vera á himninum; hefði jafnvel þótt eðlilegt að segja að himininn væri »hjalmkendur«. En þó er annað eðlilegra og það lýsingarorð ætla jeg að skáldið muni hafa notað hjer: enn hvalfkendi. Algengt er að tala um himinhvolf og himinhvelfing 4 — Orðið liggur á yfir- borðinu og rímið hefur lagt það á tungu skáldsins, enda leggst hann hvergi djúpt í þessu kvæði. Sem von er að, hafa nokkur orð, önnur en þau er nú hafa verið leiðrjett hjer að framan, aflagast í kvæðinu, svo sem það er í Sæmundar-Eddu. Nokkur hafa útgefendur leiðrjett. í 4. 1. 1. v. stendur hrataþ (of mægi). Þetta virðist óviðfeldið orðatiltæki og mig grunar að það sje afbakan fyrir hraðat (of mægi). — Mægi er í þágufalli, stjórnast af hraðat. — Að öðru leyti er þessi 1) Sbr. 3. útg. K. Hildebrands af Eddu, búin til prentunar og endurbætt af Hugo Gering, Paderborn 1912; bls. 156 vm. 2) Sbr. útg. Hildebrands af Eddn, 1. c. 3) Sbr. einnig svar Alviss i 12. v., 4.—6. 1. 4) Sbr. t. d. Goðafræði Finns Jónsson, Rvik. 1913, bls. 16 og 20,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.