Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 80
r 18 Þórr kvaö: 35. 1 einu brjósti sák aldregi fleiri forna stafi. — Miklum tálum kveð ek tældan þik: TJppi est, dvergr, of dagaðr! Matthías Þórðarson. Gömul gáta. Gátan nr. 460 i gátnasafni Jóns Árnasonar1 2 3) er svona: Hvað hét hundur karls, sem í afdölum bjó? Nefni eg hann i fyrsta orði, þú getur hans aldrei þó. Eftir því hjet hundurinn Hvað. — En það er alsendis óliklegt, og slíkt heiti á hundi þekkist varla annars staðar. Það bendir enn fremur á, að gátan hafi afiagast, að hjer er ekki um neinn villandi orðaleik og raunar enga verulega gátu að ræða. Jeg ætla að gátan hafi upphaflega verið þannig: Hvat hétu®) menn hund karls, sem i afdölum bjó? Nefndak8) hann i fyrsta orði. — Þú getr þess aldrei þó. Hundurinn hefur heitið Hvatr og er það altitt hundsheiti. — Gátan er góð gáta þannig. Má af þessu sjá jafnframt að gáta þessi er frá þvl áður en far- ið var að segja hvað fyrir hvat og því um líkar breytingar urðu á málinu Gátan er ófullkomin vísa; vantar stuðla og höfuðstafi að mestu, og hefur líklega vantað frá upphafi. — Með tiltölulega litlum breyt- ingum mætti fá hana rímrjetta, en það er varla rjettmætt. 1) íslenzkar gátur, safnað hefir Jón Árnason, K.-höfn, 1887. 2) Eða nefndu. 3) Eða nefnek. M. Þ.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.