Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Síða 81
Í9
Eftirmáli
Útaf framanskrifaðri grein hr. Hannesar Þorsteinssonar skal
jeg aðeins gera stutta athugasemd.
Það fór sem mig varði, að hann mundi svara og svara eins og
hann hefur gert. Grein min er algerlega laus við persónulega áreitni
og fóMeg atyrði; alt annað er, að jeg tók fram málfræðisþekkíng-
arskort hr. H. Þ., sem hann hafði sýnt svo tilfinnanlega og sýnir
enn í svari sinu, t. d. þar sem hann segir, að -lausa sje upphafleg
mynd, eða þar sem hann kemur upp um sjálfan sig, að hann hafi
haldið að til hefði verið Siðrikur, af því að í fornensku er til nafn-
ið Ceadric; hann veit altsvo ekki að C er hjer = K. Svar hans er
fult af persónulegum atyrðum og glósum, sem eru alveg fyrir utan
efnið; t. d. það — og það er þó eitthvað af þvi saklausara — er
hann bregður mjer um að jeg skrifi ekki góða íslensku; þessi suða
frá vissri Reykjavíkur-klíku er mjer orðin svo töm, að hún er alveg
áhrifslaus. Jeg skrifa íslensku að minsta kosti alveg eins vel og hr. H. Þ.
Mál það, sem ritgjörð min var um, var svo mikils varðandi og
hafði svo mikla almenna þýðíngu, að mjer fanst nauðsyniegt að skrifa
um það. Hefði mjer aðeins leikið hugur á því, að taka í lurginn á
hr. H Þ., hefði jeg aldrei leitað rúms í Árbók þessari, því að hún
er ofgóð til þess að vera persónulegur vígvöllur.
Að nokkur undiralda var í grein minni, það sjá allir, en hún var
sannlega ekki ástæðulaus. Aðra eins ritgjörð og bæjanafnaritgjörð
hr. H. Þ. hefði enginn visindamaður i nokkuru siðuðu landi getað
skrifað.
Jeg vítti hr. H. Þ. fyrir skort á málfræðisþekking og færði skýr
rök fyrir þvi. Þetta þóknast honum að kalla »gorgeir». Það er ætíð
viðkvæðið hjá þeim, sem víttur er að maklegleikum fyrir þekkíng-
arbrest sinn og vill ekki kannast við hann, að bregða þeim um »gor-
geir«, sem betur vita og vita hann. Það hefur farið fyrir hr. H. Þ.
sem öllum, er hleypa sjer út i eitthvað, sem þeir hafa ekki nægi-
leg skilyrði til að fást við.
Jeg fer ekki frekari orðum um þetta. Það er til einskis, að því
er snertir hr. H. Þ. Jeg er hins vegar ekki í vafa um, hvernig sjer-
fróðir menn og skynsamir líta á málið. Jeg tek ekki eitt orð aftur
í ritgjörð minni.
Finnur Jónsson,