Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 9
9
í fleiri fornum sagnaritum en hjer hafa nú verið nefnd, hefir þessi
ruglingur og missagnir komizt að, og skal það mál ekki rakið lengra
hjer. Hafa þeir ritað um það áður, Guðbrandur Vigfússon1) og Björn
M. Ólsen2), en síðar ritaði Jóhann ættfræðingur Kristjánsson greini-
lega ritgerð um það3) og færði rök fyrir því, að Þorvaldur, faðir Döllu,
hafi ekki verið sonur Ásgeirs Auðunarsonar skökuls á Ásgeirsá og
Jórunnar, konu hans, Ingimundardóttur, — og ekki heldur Ásgeirs
æðikolls Önundarsonar trjefótar — heldur hafi hann verið soriarsonar-
sonur Ásgeirs Auðunarsonar á Ásgeirsá, sonur Ásgeirs Auðunarsonar
hins yngra, og að Porkatla, dóttir Otkötlu, hafi verið kona hans,
Ásgeirs hins yngra Auðunarsonar. Par sem Þorvaldur býr á Ásgeirsá,
er sennilegt, að Ásgeir, faðir hans, og þau Þorkatla hafi einnig búið
þar. Hans er getið í frásögn þeirri í Landnámabókunum um landnám
Auðunar skökuls, er getið var áður, en talinn þar bróðursonur Þor-
valds. Er ekki ólíklegt, að sú villa stafi upphaflega af samnefnum og
vangá. Ásgeirs er að öðru leyti ekki getið, að eins í þessum og því-
líkum skökkum ættartölum, en Auðun, sonur hans, á Auðunarstöð-
um, kemur allmikið við Grettissögu4). Þorvaldur einnig nokkuð, eins
og áður er tekið fram, en höfundinum hefir verið ókunnugt um það,
að þeir voru bræður.
Það er eftirtektarvert, að þess skuli hvergi getið í fornritum vor-
um, hvers dóttir Þorkatla sú úr Þjórsárdal, sem var kona Þorvalds
króks, hafi verið, nje heldur Þorkatla sú, dóttir Otkötlu Þorgilsdóttur
úr Þjórsárdal, sem var kona Ásgeirs yngra Auðunarsonar. Vera má,
að Otkatla hafi verið gift og búsett á Suðurlandi, líklegast þá í Þjórs-
árdal, og vera má, að maður hennar hafi dáið ungur og ókunnur
nyrðra, og það því fallið í gleymsku, hvað hann hjet og hvers dóttir
Þorkatla, dóttir hennar, var, þótt hún væri formóðir Haukdæla. —
Þorkatla, kona Þorvalds króks, er sögð vera úr Þjórsárdal; hefur hún
því vafalaust verið fædd þar og uppalin. Föðurnafns hennar og ættar
er, sem sagt, ekki heldur getið neins staðar; var hún þó formóðir
Hauks lögmanns Erlendssonar, að líkindum, og rekur hann ætt sína
til Þorvalds króks.
Kynni nú ekki að vera hjer um hina einu og sömu Þorkötlu að
ræða? Öll eru þau jafnliða frá landnámsmönnum, Þorvaldur krókur,
1) Safn, I.. bls. 241 - 42.
2) Aarb. f. n. Oldkh. 1908, bls. 211 -21.
3) Skírnir 1911, bls. 378-84.
4) Útgefandi Orettissögu í VII. b. ísl. fornr, Ouðni Jónsson, lítur eins á
þessa ættfærslu og Jóhann Kristjánsson, sbr. ættaskrárnar II. og IV. og e. fr. ýmsar
greinir í forniála og neðanmáls.