Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 10
10 4. maður frá Helga magra (Helgi, f. um 845 — Ingunn, f. um 870 — Þórir, f. um 900 — Porvaldur, f. um 940), Porkatla, dóttir Otkötlu, 4. maður frá Þorbirni laxakarli (Porbjörn — Þorgils — Otkatla — Þorkatla), Ásgeir yngri 4. maður frá Auðuni skökli og Ingimundi gamla (Ingimundur, f. um 850, — Jórunn, f. um 885 — Auðun, f. um 920, — Ásgeir, f. um 950). Kynni Þorkatla að hafa orðið kona Þor- valds króks fyrst, en er hann var fallinn, í bardaganum á Hrísateigi, sem varð um 990, kynni hún að hafa gifzt Ásgeiri yngra og átt skömmu síðar með honum Þorvald á Ásgeirsá. Eins og bent var á hjer áður, hefir Ketill, sonur Þorvalds króks, sennilega verið sonur Þorkötlu, og Þorvaldur er sonur Þorkötlu. Ekki er ólíklegt, að nafnið Ketill á syni Þorkötlu úr Þjórsárdal hafi verið gefið honum með tilliti til þess, að hún var Otketils dóttir, og ekki væri ólíklegt, að nafnið Þorvaldur á syni Þorkötlu Otkötludóttur hefði verið gefið houm, hefði hún áður verið ekkja Þorvalds króks. — Dalla, dóttir hennar, Ijet son sinn einn heita Þorvald. Hann »bjó í Hraungerði; mikill höfðingi«l). I Fljótsdælasögu (hinni meiri, sem svo hefir verið nefnd) er sagt, að kona Glúms á Glúmsstöðum hafi heitið Þuríður og verið Há- mundardóttir, »kynjuð sunnan úr Þjórsárdal«. Oddbjörg hjet dóttir þeirra, og segir sagan, að Ásbjörn á Aðalbóli, sonur Hrafnkels Freys- goða, hafi kvænzt henni og átt með henni Helga, er lengi bjó í Mjóanesi og kunfiur er af Droplaugarsonasögu. Fljótsdælasaga er nú talin skröksaga frá 16. öfd, og er því ekki takandi mark á þessu. Hvorki Glúmur nje þær mæðgur eru nefndar í öðrum ritum, en þeir feðgar Hrafnkell, Ásbjörn og Helgi eru nefndir í Landnámabókunum, Vopnfirðingasögu, Droplaugarsonasögu, Hrafnkelssögu og víðar. — í Hrafnkelssögu er móðir Ásbjarnar, kona Hrafnkels, nefnd Oddbjörg (Skjöldólfsdóttir úr Faxárdal). En Hrafnkelssaga er nú einnig talin skröksaga. Er ekkert, sem styður þessa frásögn Fljótsdælasögu, og verður ekki heldur ráðið af nöfnunum, að neitt muni hæft í lienni. Frægastur allra hinna fornu Þjórsdæla var Hjalti Skeggjason. Hann er sagður vera í eða úr Þjórsárdal í ýmsum ágætum fornritum, íslendingabók, Landnámabókunum, Kristnisögu, Njálssögu, Sturlunga- sögu og Kristniþætti í Ólafssögu Tryggvasonar í Flateyjarbók. Hvergi er greint í fornum ritum frá því á nokkurn hátt, hvar hann hafi átt heima í Þjórsárdal, nje heldur, að foreldrar hans eða forfeður hafi átt þar nokkurs staðar heima. Hann var skyldur Þjórsdælum, eftir því, sem segir í Landnámabókunum; Kolgríma Beinisdóttir, arnrna hans, 1) Bisk. s., I., bls. 61. — En Þorvaldur Gizurarson í Hruná lijet eftir móöur- föður sínum, Þorvaldi auðga Guðmundarsyni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.