Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 15
15
legt, að Þuríður hafi verið talin beita fjölkynngi og tröllskap við hann,
og þá hvernig og hvers vegna? Saga Gauks er glötuð, en í Njálssögu
segir, að Ásgrímur EIIiða-Gr'msson, fóstbróðir hans, hafi orðið bana-
maður hans, og þar eru þessi orð lögð Ásgrfmi í munn: »Þat munu
margir mæla, at eigi dræpa ek Gauk fyrr en mér var nauðr á«.
Gömul munnmæli herma, að þetta hafi gerzt við Gaukshöfða, sem
því beri það nafnl) enda fannst þar dys manns frá því fyrir
kristni2). Þar er mjög hentugur staður til fyrirsátar. — Brynjólfur
Jónsson hefir í ritgerð sinni um Þjórsárdal3) greint sögu gamallar
konu, Solveigar Helgadóttur í Haukholtum, um að Bjarni Bjarnason
í Magnúsfjósum hefði á unglingsárum sínum lesið í rotinni skræðu
af sögubók í Krýsuvík frásögn um það, »að bóndi, er Steinn hjet,
frá Steinastöðum í Þjórsárdal, fór franr á Bakka með syni sínum frum-
vaxta, og voru báðir drepnir í þeirri ferð«. Var hjer enn um Gauks
sögu Trandilssoar að ræða, — Þjórsdælasögu? Og var hjer Steinólfur
frá Steinólfsstöðum, en ekki Steinn frá Steinastöðum, á ferð? Það
fellur grunur á, að eitthvað samband liafi verið milli þessara víga-
ferla. En hefur Þuríður getað verið sökuð um að vera á nokkurn
liátt völd að þeim?
Nú er að minnast á danzvísuna gömlu:
Önnur var þá öldin, er Gaukur bjó í Stöng;
þá var ei til Steinastaða leiðin löng.4)
Það er enginn vafi á því, við hvað er átt hjer, — að Gaukur
Trandilsson hafi gert sjer helzt til tíðförult til Steinastaða, og gefið er
í skyn, hver ástæðan hafi verið. Gauks saga Trandilssonar hefir senni-
lega verið til enn á bókfelli, er danzinn sá var ortur, sem þessi vísa
er úr, og skáldið, að minnsta kosti, hefir »vitað hvað hann söng«.
Hjer mun liggja á bak við saga, sem að ýmsu hefir verið lík sög-
unni af þeim Birni Breiðvíkingakappa og Þuríði Barkardóttur á Fróðá,
sjá Eyrbyggjasögu. Lá við, svo sem til var stofnað, að þeim báð-
um yrðu að bana komur Bjarnar að Fróðá, sjálfum honum og
manni Þuríðar, Þóroddi skattkaupanda, og sams konar hlutverk ætlaði
Snorri goði, hálfbróðir Þuríðar, sjer, og Ásgrímur Elliða-Grímsson, er
hann varð banamaður Gauks. — Má nú aftur minna á frásögn Vig-
1) Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, II. b., bls. 218.
2) Árb. Fornlfjel. 1884 — 85, bls. 38-9.
3) S. st., bls. 52.
4) Sjá um þessa vísu einkum ritgerðir þeirra Brynjólfs jónssonar í Árb. Fornl-
fjel. 1884 — 85, bls. 51, Quðna Jónssonar í Skírni 1931, bls. 166 — 71, og Jóns Helga-
sonar í Heidersskrift o. s. frv., bls. 96 — 98.