Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 18
ló
fúsar Jónssonar um það, sem liann kvaðst hafa lesið í Þjórsdælasögu ‘):
»Oaukur fíflaði húsfreyju á Steinólfsstöðum. Hún var skyld Ásgrími
Elliða-Grímssyni. Par af óx óþokki milli þeirra, er dró til þess, að Ás-
grimur drap Gauk«.
Hafi þetta nú farið svo fram, .sem helzt má ætla af því, er lík-
legt mætti þykja eða kunnugt er, að vegnir hafi verið 2 bændur í
dalnum og annar þeirra sá, »er fræknastr maðr hefir verit ok bezt
at sér görr«, eftir því, sem höfundur Njálssögu segir um Gauk Trand-
ilsson, má skilja, að Pjórsdælum hafi verið nóg boðið og ekki þótt
þetta einleikið. Hafi Þuríður Arngeirsdóttir numið í föðurgarði eitt-
hvað af þeim íþróttum, sem sagan segir, að Oddur, bróðir hennar,
hafi getað leikið, mætti sá kvittur vel hafa komizt á loft, að hún væri
með fjölkynngi og tröllskap orsökin í þessum fáránlegu feiknum.
En sennilegast er, að töfrar Þuriðar á Steinólfsstöðum hafi ekki
verið annars eða verra eðlis en nöfnu hennar á Fróðá og margra
annara kynsystra þeirra fyrr og síðar, andans atgjörvi, ástúðlegt við-
mót og heillandi fegurð, hæfileikar, sem nutu sín því betur og höfðu
þvi sterkari áhrif, því meiri maður og því betur »at sér görr« sem sá
var, er reyndi. — Og svo kunna töfrar náttúrunnar, umhverfið með
yndisleik sínum, — og það umhverfi var örskammt undan, og raunar
æ fyrir augum, eins og allur Þjórsárdalur var i þann tið — þeir töfr-
ar kunna að hafa átt sitt seiðmagn þá, orkað á sinn hátt á hugi ungra
elskanda, ekki síður en nú. — Hins vegar var ekki að eins rótgróið
hatur á öllum brotum gegn góðum og gömlum lífernisreglum og al-
mennum erfðavenjum, heldur einnig óhjákvæmileg skylda um ströng-
ustu refsingar og hörðustu hefndir fyrir allar álitnar misgerðir og
vansæmdir.
Þjórsárdalurinn geymir mikla harmasögu frá lífi þeirrar kynslóðar,
er þar bjó á 10. öldinni, og hann geymir aðra nokkru yngri úr lífi
náttúrunnar þar, líklega þegar frá hinu fyrsta eldgosi úr Heklufjalli,
snemma á 12. öldinni, og enn fleiri frá hinum eftirfylgjandi öldum.
- Þá varð bærinn á Steinólfsstöðum, túnið og allt land jarðarinnar
örfoka. En bær Gauks í Stöng og túnið þar, mikið af jörðinni, og þar
á meðal Gjáin, varðveittist enn til vorra tíma. — Kann og enn að
koma hjer fram það, sem kveðið var fyrir hundrað árum:
Fagur er dalur, og fyllist skógi,
og frjálsir menn, þegar aldir renna.
1) Árb. Fornlfjél. 1884 — 85, bls. 51.
M. Þ.