Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 18
ló fúsar Jónssonar um það, sem liann kvaðst hafa lesið í Þjórsdælasögu ‘): »Oaukur fíflaði húsfreyju á Steinólfsstöðum. Hún var skyld Ásgrími Elliða-Grímssyni. Par af óx óþokki milli þeirra, er dró til þess, að Ás- grimur drap Gauk«. Hafi þetta nú farið svo fram, .sem helzt má ætla af því, er lík- legt mætti þykja eða kunnugt er, að vegnir hafi verið 2 bændur í dalnum og annar þeirra sá, »er fræknastr maðr hefir verit ok bezt at sér görr«, eftir því, sem höfundur Njálssögu segir um Gauk Trand- ilsson, má skilja, að Pjórsdælum hafi verið nóg boðið og ekki þótt þetta einleikið. Hafi Þuríður Arngeirsdóttir numið í föðurgarði eitt- hvað af þeim íþróttum, sem sagan segir, að Oddur, bróðir hennar, hafi getað leikið, mætti sá kvittur vel hafa komizt á loft, að hún væri með fjölkynngi og tröllskap orsökin í þessum fáránlegu feiknum. En sennilegast er, að töfrar Þuriðar á Steinólfsstöðum hafi ekki verið annars eða verra eðlis en nöfnu hennar á Fróðá og margra annara kynsystra þeirra fyrr og síðar, andans atgjörvi, ástúðlegt við- mót og heillandi fegurð, hæfileikar, sem nutu sín því betur og höfðu þvi sterkari áhrif, því meiri maður og því betur »at sér görr« sem sá var, er reyndi. — Og svo kunna töfrar náttúrunnar, umhverfið með yndisleik sínum, — og það umhverfi var örskammt undan, og raunar æ fyrir augum, eins og allur Þjórsárdalur var i þann tið — þeir töfr- ar kunna að hafa átt sitt seiðmagn þá, orkað á sinn hátt á hugi ungra elskanda, ekki síður en nú. — Hins vegar var ekki að eins rótgróið hatur á öllum brotum gegn góðum og gömlum lífernisreglum og al- mennum erfðavenjum, heldur einnig óhjákvæmileg skylda um ströng- ustu refsingar og hörðustu hefndir fyrir allar álitnar misgerðir og vansæmdir. Þjórsárdalurinn geymir mikla harmasögu frá lífi þeirrar kynslóðar, er þar bjó á 10. öldinni, og hann geymir aðra nokkru yngri úr lífi náttúrunnar þar, líklega þegar frá hinu fyrsta eldgosi úr Heklufjalli, snemma á 12. öldinni, og enn fleiri frá hinum eftirfylgjandi öldum. - Þá varð bærinn á Steinólfsstöðum, túnið og allt land jarðarinnar örfoka. En bær Gauks í Stöng og túnið þar, mikið af jörðinni, og þar á meðal Gjáin, varðveittist enn til vorra tíma. — Kann og enn að koma hjer fram það, sem kveðið var fyrir hundrað árum: Fagur er dalur, og fyllist skógi, og frjálsir menn, þegar aldir renna. 1) Árb. Fornlfjél. 1884 — 85, bls. 51. M. Þ.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.