Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 26
24 eldsins, en hvort-tveggja svarar mjög vel til þess, sem algengast var á söguöld. Við vitum nú, að langeldar þurftu ekki endilega að vera mjög langir, hvað þá stafna í milli, en þeir voru alltaf aflöng eldstæði, fremur mjó, svo það var fyrst og fremst lengdin, samanborin við breiddina, sem vakti eftirtekt, og af því er nafnið dregið. Það sem réði þessu lagi eldanna, var auðvitað staður þeirra i skálum, hið langa og nijóa gólf milli innstafa. Svarfdæla saga segir, að Klaufi reisti fyrst bæ sinn í Klaufanesi niðri við ána, eða nákvæmlega á þeim stað, sem skálatóft þessi er á. Vallargarðurinn, sem án efa er jafngamall skálanum, sýnir, að þarna hefur búið framtakssamur maður. Hið þunna öskulag á gólfi skálans sýnir til fullnustu, að þar hefir verið búið aðeins skamma hríð, og eins og áður er sagt, hefir túninu á sínum tíma verið hætta búin af ánni, þó að hún hafi seinna brotið sér annan farveg. Um öll þessi atriði korna niðurstöður rannsóknarinnar mæta vel heim við frásögn Svarfdælu. F>að virðist því ekki ástæða til að efast um, að Svarfdæla hafi hér fyrir sér gamla, svarfdælska sögn, og enn fremur, að sú sögn sé sögulega rétt. Ætti því að vera hægt að ákveða næstum því nákvæmlega, hve nær hús þetta hafi verið reist, því að eft- ir tímatali Finns Jónssnnar (ísl. fornsögur, III., formáli) er Klaufi veginn um 960, og skálinn þá reistur um það bil 950. Skálarúst þessi gefur annars engan nýjan fróðleik um lnís forn- manna, en staðfestir það, sem áður er komið í Ijós við rannsóknir sögualdarhúsa. F>að kann að jaykja undarlegt, hve lítið er af steinum í veggjutn skálans, þar sem nóg er um grjót í hlíðum fjallanna skammt frá og jafnvel í ánni rétt hjá skálanum. En þetta kemur þó> ekki í bága við reynsluna, því að yfirleitt virðast fornmenn ekki hafa sælzt eftir að leggja grjót í veggi húsanna, og má hugsa sér tvær ástæður til þess. I fyrsta lagi var það landnemunum nauðsyn, að vera eins fljótir að koma sér upp skýli yfir höfuðið og unnt var, og því reistu þeir bæi sína úr því efni, sem næst var hendinni og tiltækast, og í öðru iagi kann að vera, að þeim hafi ekki verið ljóst, hve mikla kosti grjót- veggir höfðu fram yfir torfveggi í hinum nýju heimkynnum og loftslagi. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á því, að undir veggjum og setum skálans var gult eldfjallaöskulag, með öllu óhreyft. Var grafið í þrem stöðum gegnum veggina, og alls staðar kom það sama í Ijós, svo að á þessu er enginn vafi. Mjög líklegt er, að þetta sé sama lagið og efra öskulagið í mómýrunum norðanland's, sem sumir hafa viljað telja frá því um 1300 e. Kr. Að hér sé um að ræða neðra. öskulag mómýranna kemur varla til mála, því að það er hvort-tveggja,, að Iag þetta er alveg uppi undir veggjum skálans og, getur því varla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.