Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 30
28
sjálfum, þá verður ekki séð annað iíklegra en að höfundur hafi sjálfur
verið Svarfdælingur«. Þá segir Finnur í greininni »Om Svarfdæla saga«
(Aarb. for nord. Oldkh. og Flist. 1884, bls. 134): »det forekommer mig
nu at forfatteren har havt for sig meget gamle tildels ti! lokaliteterne
knyttede traditioner om dalens ældste beboere og historie, men dunkle
og usammenhængende«. Sagan telur hann, að sé rituð á fyrsta fjórðungi
14. aldar, og er hún þá með yngstu íslendingasögum. Er það almenn
skoðun, að hún sé samin upp úr annari eldri sögu, því að Sturlubók
Landnámu vitnar til Svarfdæla sögu.
Það er nú varla rétt, að fella einn alls herjar dóm yfir Svarfdælu,
svo margt sem skilur hina ýmsu kafla hennar að, bæði stíll, umhverfi
og atburðir. Það er þó hvað minnst réttmætt, ef dæma á söguleg
sannindi og heimildir sögunnar. Allt upphaf hennar aftur að eyðunni
miklu í 10. kap. og Iokaþáttur hennar, er segir frá skiptum Karls
ómála og Yngveldar, er hvort með sínu móti og hvorttveggja mjög
frábrugðið miðbikinu, sögu óeirðanna í dalnum þegar eftir landnámið.
Manni finnst jafnvel, að hér sé um annan höfund að ræða eða að
minnsta kosti mjög ólíkar heimildir.
Upphafið og endirinn er mjög óáreiðanlegt. Upphafið er stælt
eftir öðrum sögum með bóklegum, hefðgrónum persónum og atburð-
um. Af Landnámu má sjá, að lítið er á það að treysta sögulega.
Endirinn, þáttur Karls og Yngveldar, er aftur á móti ævintýr með
of miklum ósennileikablæ til þess að hægt sé að trúa því. Ef til vill
er það íslenzkt afbrigði af erlendri farandsögu (Ein. Ól. Sveinsson í
FFC83, bls. XX — XXI). En saga Karls unga er, þótt hún sé ósönn,
bezti hluti sögunnar að stíl og skáldskap. N. M. Petersen sagði fyrir
Iöngu síðan, að misþyrmingar Karls á Yngveldi mirmtu á leikrit
Shakespeares »Taming of the Shrew«, en við það mætti bæta, að í
Svarfdælu er einnig að finna Hamlet íslenzkra bókmennta, Karl ómála.
Báðir eru þeir menn, sem látast vera afglapar til þess að geta hefnt
föður síns. Björn M. Ólsen segir, að háttalag Karls minni á Amlóða
hjá Saxa (Safn, 6. bd.. bls. 402). Þótt hvorttveggja þetta sé mest til
gamans sagt, verður því ekki haggað, að í þeim hluta Svarfdælu, sem
fjallar um Karl unga, er lang-skáldlegast efni og líka bezt á frásögn-
inni haldið.
Mjög ólíkt þessum tveimur köflum, upphafinu og endinum, er
miðbik sögunnar, hin eiginlega Svarfdæla saga. Raunar er það rétt
að höfundur veit oft harla lítið um sögupersónur sínar, og timatal
hans er stundum bágborið, eins og þegar hann segir, að Ljótólfi væri
kona ætluð, Þórdís, dóttir Ouðmundar ríka á Möðruvöllum. Ekki hefir
hann heldur glögga hugmynd um upphaf deilnanna í dalnum, sem