Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 33
31
Hér hefir nú verið bent á nokkur atriði, er sýna, hvernig mið-
bik sögunnar, saga fyrstu kynslóðarinnar í dalnum, er í öndverðu til
orðið við samtíning svarfdælskra sagna, sem margar höfðu varðveitzt
vegna staða og örnefna. Þetta varð svo kjarninn í okkar Svarfdælu,
sem samin var upp úr þeirri gömlu á 14. öld. Hins vegar var það
nauðsynlegt að byrja sögu Svarfdæla með hetjusögum um forfeðnr
þeirra í Noregi, og þessa byrjun skáldar svo endursemjandinn í stíl
annarra íslendingasagna. B. M. Ólsen hefir sýnt fram á, að þar kennir
áhrifa frá Egils sögu, Laxdælu og fornaldarsögum, t. d. Ragnars sögu
loðbrókar. Að lokum hefir svo endursemjandinn fellt inn í sögu sína
þátt Karls unga, sem vafalaust hefir verið alþekkt, svarfdælsk þjóð-
saga, sem ber mjög sterkan keim af fornaldarsögum. (Sjá fyrirlestur
Björns M. Ólsens um Svarfdæla sögu í Safni til sögu íslands, 6. bd.).
Það hefir nú verið tekið fram, að höf. Svarfdælu lýsi mjög nákvæm-
lega og samvizkusamlega sviði atburðanna og bent á, að hann notar
staða- og örnefna-sögur mjög sem heiniildir. En sannar það nokkuð
um sögulegt gildi sagnanna? Oátu ekki þessar staða- og örnefna-sögur
verið hugarburður einn eða misskilningur, ekki síst þar sem svo langt
var liðið á aldirnar? Það er alkunna, að fólk í, öllum sveitum landsins
h.ddur sig vita um hauga fornmanna og fornkvenna, nafngreindra eða
óþekktra. En oftast kemur í Ijós við rannsókn, að þetta er úr lausu
lofti gripið. Margur er sá álögubletturinn, sem sagður er geyma forn-
manns bein, en hefur í raun og veru aldrei verið hreyfður af manna-
höndum. Og getur höf. Svarfdælu ekki loks hafa fellt atburði sögu
sinnar eftir eigin geðþótta inn í það umhverfi og landslag, sem hann
þekkti vel, án þess að skevta um, hvort svo hafi verið í veruleikanum?
Aðeins ein leið er fær til þess að komast eftir, hvort atburðirnir
hafa raunverulega gerzt þar sem sagan segir, og hún er sú, að rann-
saka sögustaðina og freista, ef þar kynni að finnast nokkuð það, er
sannað geti eða afsannað söguna. Oft og tíðum er hverfandi lítill mögu-
leiki á, að þetta takist, en hitt kemur þó fyrir, að nokkur árangur næst.
Ef nú t. d. mannabein finnast á stað, sem sagan segir, að barizt hafi
verið á og menn fallið, eins og á Jarðbrú, eða dysjar finnast nákvæm-
lega þar sem sagan segir, að fornmenn hafi verið heygðir, eins og á
Hofi og Blakksgerði, verður því ekki móti mælt, að líkur eru til að
höfundar sögunnar hafi fyrir sér sögulega sannar sagnir. Sama máli
gegnir með skálann á Klaufanesi. Höf. Svarfdælu veit það með sanni,
hvar Klaufi byggði fyrst, að hann hafði þar skamma dvöl, og hvers
vegna hann flutti þaðan. Um öll þessi atriði verður ekki annað séð en
að áþreifanlegar staðreyndir sanni orð sögunnar. Af því má þó auðvitað
ekki draga þá ályktun að óreyndu, að aðrar frásagnir sögunnar séu líka