Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 35
33 sem áður, að Karlsá dragi nafn af honum, og þykist því verða að skýra það með nokkrum hætti. Yfirleitt hefir hann ríka tilhneiging til að skýra staðanöfn og örnefni. Má þar nefna sögur hans um upp- runa nafnanna Siglunes og Siglufjörður, sem víst eru rangar. Álíka vísindalegt er það, þegar hann segir, að Böggvisstaðir séu kenndir við Böggvi, Hrafnsstaðir (nú Hrappsstaðir) við Hrafn og Yngveldar- staðir (nú Ingvarir) við Yngveldi, börn Karls unga. Þarna virðist hann hafa tínt saman öll þau bæjarnöfn í Svarfaðardal neðanverðum, sem dregin eru af mannanöfnum, og skýrt þau á þennan hátt. Þar er ekki eitt eftir skilið. Til að skýra nafnið Karlsá, grípur hann til þess ráðs að segja, að hún sé kennd við Karl dauðan. Því til skýringar, að höfðinginn á Upsum sé grafinn á Karlsá, langt frá bæ sínum, segir höfundur langa sögu, vafalaust algerðan uppspuna, um þá ósk Karls, að vera grafinn á Karlsá, þar sem hátt bar og útsýn var góð til skipaferða á Eyjafirði. Það var ríkjandi hugmynd, að fornir höfð- ingjar hefðu viljað láta grafa sig þar sem hátt bar. Vafalaust hefir höf. fundizt hann verða að finna einhverja ástæðu til, að Karl var fluttur þessa löngu leið, bæði frá bæ sínum og staðnum, sem hann féll á, og höfundinum var mæta-vel kunnur. Af öllu þessu dreg ég þá ályktun, að höf. hafi vitað með sanni hvar Karl féll og að hann var lagður í skip, en hugði hann ranglega vera grafinn á Karlsá, og það var sjálft bæjarnafnið, sem leiddi til þessa misskilnings. Það er skylt í þessu sambandi, að geta þess, að Landnáma segir, að Karl rauði hafi búið á Karlsá. Kaflanum um Svarfdæli lýkur svo með því, að Karl nokkur (Steinröðarson) hafi numið Strönd alla frá Upsum að Mígandi. Ekkert virðist því til fyrirstöðu, að það sé þessi Karl, sem Karlsá er við kennd, en hitt rangt hjá Landnámu, að Karl rauði hafi búið þar, enda veit Svarfdæla ekkert um það. Það er grun- samlegt, að Landnáma nefnir ekki einu orði, hvar hinir aðrir Svarf- dælir bjuggu, og liggur þá beint við að ælta, að hér sé Karl undan- tekning, af því að mjög freistandi var að setja nafn hans í samband við þekktan bæ, Karlsá. Hinn mikli grafreitur beint fyrir neðan bæinn á Upsum, sem fyrr getur, virðist mér taka af öll tvímæli um, að höfð- ingi Svarfaðardals í heiðnum sið bjó á Upsum, en ekki Karlsá, því að þar hefir ekkert svipað fundizt. Knstján Eldjárn. 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.