Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 35
33
sem áður, að Karlsá dragi nafn af honum, og þykist því verða að
skýra það með nokkrum hætti. Yfirleitt hefir hann ríka tilhneiging
til að skýra staðanöfn og örnefni. Má þar nefna sögur hans um upp-
runa nafnanna Siglunes og Siglufjörður, sem víst eru rangar. Álíka
vísindalegt er það, þegar hann segir, að Böggvisstaðir séu kenndir
við Böggvi, Hrafnsstaðir (nú Hrappsstaðir) við Hrafn og Yngveldar-
staðir (nú Ingvarir) við Yngveldi, börn Karls unga. Þarna virðist
hann hafa tínt saman öll þau bæjarnöfn í Svarfaðardal neðanverðum,
sem dregin eru af mannanöfnum, og skýrt þau á þennan hátt. Þar er
ekki eitt eftir skilið. Til að skýra nafnið Karlsá, grípur hann til þess
ráðs að segja, að hún sé kennd við Karl dauðan. Því til skýringar,
að höfðinginn á Upsum sé grafinn á Karlsá, langt frá bæ sínum,
segir höfundur langa sögu, vafalaust algerðan uppspuna, um þá ósk
Karls, að vera grafinn á Karlsá, þar sem hátt bar og útsýn var góð
til skipaferða á Eyjafirði. Það var ríkjandi hugmynd, að fornir höfð-
ingjar hefðu viljað láta grafa sig þar sem hátt bar. Vafalaust hefir
höf. fundizt hann verða að finna einhverja ástæðu til, að Karl var
fluttur þessa löngu leið, bæði frá bæ sínum og staðnum, sem hann
féll á, og höfundinum var mæta-vel kunnur.
Af öllu þessu dreg ég þá ályktun, að höf. hafi vitað með sanni
hvar Karl féll og að hann var lagður í skip, en hugði hann ranglega
vera grafinn á Karlsá, og það var sjálft bæjarnafnið, sem leiddi til
þessa misskilnings.
Það er skylt í þessu sambandi, að geta þess, að Landnáma segir,
að Karl rauði hafi búið á Karlsá. Kaflanum um Svarfdæli lýkur svo
með því, að Karl nokkur (Steinröðarson) hafi numið Strönd alla frá
Upsum að Mígandi. Ekkert virðist því til fyrirstöðu, að það sé þessi
Karl, sem Karlsá er við kennd, en hitt rangt hjá Landnámu, að Karl
rauði hafi búið þar, enda veit Svarfdæla ekkert um það. Það er grun-
samlegt, að Landnáma nefnir ekki einu orði, hvar hinir aðrir Svarf-
dælir bjuggu, og liggur þá beint við að ælta, að hér sé Karl undan-
tekning, af því að mjög freistandi var að setja nafn hans í samband
við þekktan bæ, Karlsá. Hinn mikli grafreitur beint fyrir neðan bæinn
á Upsum, sem fyrr getur, virðist mér taka af öll tvímæli um, að höfð-
ingi Svarfaðardals í heiðnum sið bjó á Upsum, en ekki Karlsá, því að
þar hefir ekkert svipað fundizt.
Knstján Eldjárn.
3