Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 38
36
að það væri hægt, varð hann að láta gera þarna nokkurn veginn sljettan
pall, svo hægt væri að tjalda þar (eða reisa á timburbúð).
Er þá líka eðlilegt, að þarna fyndist aska, enda þótt þarna stæði
búð þetta eina ár aðeins.
Af þessu tel jeg sannað, að þetta umrædda mannvirki sje leifar
Orýlu, en lögberg hafi aldrei verið þar.
En hvar var þá lögberg?
Þegar svara á þeirri spurningu, og vjer vitum að það var fyrir
vestan á, eins og það var á Sturlungatímanum að minnsta kosti, þá
getur naumast verið um marga staði að ræða, því sennilega má telja
það víst, að lögsögumaðurinn hafi snúið sjer til austurs, er hann las
upp lögin fyrir þingheimi, og áheyrendurnir staðið á eyrunum, sem þá
voru sljettir grasvellir, fyrir neðan hallinn. Sóldýrkunin var á þeim tímum
mjög ríkjandi í hugum manna, enda finnum vjer leifar hennar enn
með þjóð vorri, svo við hátíðlegar og helgar athafnir hefur hennar ef-
laust gætt mjög mikið á þeim tímum, en sól rís í austri og þangað
er því litið á helgum stundum.
Þegar jeg, með þetta í huga, fór að, leita að, hvar líklegast væri,
að lögberg hefði verið, þá fannst mjer sennilegast, að staðurinn hefði
verið valinn þannig, að þingheimur gæti verið, — legið, setið eða
staðið — á sljettum graseyrunum fyrir neðan hallinn, og lögberg svo
valið í mátulegri hæð uppi í hallinum til þess að ávarpa þingmenn og
þinggesti frá þeim stað. Nú mun það Iáta nærri, að sá maður, sem
ætlar að halda ræðu yfir 100—200 manns, nálægt sjer, mun vilja standa
á allt að hnjeháum palli, en sá, sem talar yfir 1000 manns eða meira
á mannhæðar-háum palli eða rúmlega það, svo í 6—8 feta hæð frá
jafnsljettu er sennilegast, að lögberg hafi verið. Þegar jeg bað menn að
velja sjer stað til þess að halda ræðu yfir hóp manns, sem þeir ættu
að hugsa sjer að stæðu á völlunum fyrir neðan hallinn, þá var jaað
líka nálægt þessari hæð, sem þeir völdu sjer stað. Hafi nú forfeður
vorir verið líkir oss, að því er þetta snertir, og valið stað fyrir lögberg
með tilliti til þess, að ávarpa þingheim frá þeim stað, þá getur ekki
verið nema um einn ákveðinn stað að ræða, því »Hallurinn« er svo-
leiðis lagaður, í þessari hæð er ekki um annan stað að ræða en |Dann,
.sem búðir þeirra Benedikts Þorsteinssonar lögmanns og Þorleifs
Nikulássonar landsþingsskrifara síðast voru reistar á. Á klöppinni, sem
gengur fram í vellina, norð-austan við reiðgötuna, sem eitt sinn lá niður
úr skarðinu hjá Snorrabúð, niður á vellina.
Jeg held líka, að það sje eini staðurinn, sem um getur verið að
ræða, þegar tekið er tillit til alls þess, sem sögur vorar segja um lögberg.
Um flesta þessa staði getur M. Þ. (Árb. ’21—22, bls 90—94), og