Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 41
39
brúargjörð þessi sást, ályktað, að þar í nánd hlyti lögrjettan að hafa
verið.
Frá þeim stað, sem jeg tel að lögberg hafi verið, er rúst þessi í
háaustur, en að eins örlítið í suðaustur frá þeim stað, sem merktur er
nú með steini »Lögberg«, en sem jeg tel leifar Grýlu, svo á hvorum
staðnum, sem lögberg hefur verið, gæti þetta verið lögrjettan.
Að lokum vil jeg geta þess, til athugunar fyrir seinni tíma menn,
sem kynnu að vilja rannsaka búðir á Þingvöllum, að á Þingvallatúni
eru miklar búðaleifar, sem enn hafa ekkert verið rannsakaðar, nema
þær, sem eru á Biskupshólunum. í; mýrarsvakkanum sunnan við
kirkjugarðinn voru, árin, sem jeg bjó á Þingvöllum, greinilegar leifar eptir
allstóra búð, og á Miðmundatúninu, hæðinni suður með ánni, varð jeg
var við hleðslur, að minnsta kosti eptir tvö stór hús, en sem jeg ljet
óhreift, að öðru en því, að nokkra steina varð að taka burtu, svo hægt
væri að keyra þökur neðan frá áreyrum upp á vellina, sem fornmenja-
vörður var þá að láta sljetta; við gröft þarna er eflaust enn hægt að
finna undirstöðuveggi búða þessara og komast að raun um fjölda
þeirra og stærð.
Guð/n. Eincirsson.