Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 42
Lögberg og lögrjetta.
Það virðist ætla að verða erfitt, að sannfæra suma menn um það,
að lögberg hafi verið þar á þingstaðnum forna við Öxará, sem Jón
Ólafsson frá Grunnavík benti á og lýsti, og kvaðst álíta, að það
hefði verið, bergið ineð áhleðslunni miklu á gjárbakkanum norðan
við Snorrabúð. Að sönnu hefir mikið af því, sem ritað hefir verið um
það, hvar lögberg hafi verið á þingstaðnum, snúizt um það, að sýna
fram á, að það hafi ekki verið austan Öxarár, og því ekki á Spöng-
inni, heldur vestan árinnar, enda mun það hafa á unnizt, að menn
eru farnir að sjá sannleikann í þessu efni. Hitt sýnist þar á móti ekki
hafa gengið í suma menn enn þá, að lögberg hafi verið þar, sem Jón
frá Grunnavík áleit, og nokkrir aðrir fræðimenn á síðasta fjórðungi
síðustu aldar og fyrsta fjórðungi þessarar. Pví var það, er alþingis-
hátíðin var haldin, að lítilfjörleg klettsnös í Hamraskarði var tekin til
að vera hið forna lögberg, að því, er virtist; stóðu ræðumenn þarna
og sneru bakinu að deginum og hinum forna þingstað, en áheyrend-
um var troðið ofan-í Almannagjá, svo mörgum, sem þar komust fyrir,
og þar sem þeir að sjálfsögðu hefðu lítið eða sem ekkert heyrt til
ræðumanna flestir, ef ekki hefði verið talað hátt og í »gjallarhorn«.
— Hinn mikli söngflokkur, sem var látinn syngja hátíðaljóðin við
þetta tækifæri, og stóð á háum pöllum skammt frá undir gjárhamr-
inum vestari, gat nær ekki látið þá heyra til sín, alþingismenn og aðra,
sem voru hjá þessu nýjasta »lögbergi«, svo að þeir stóðu upp og
fóru að tala saman eða gengu á braut, er ræðuhöldum var lokið og
verið var að syngja síðari hluta hátíðaljóðanna, þótt mjög illa færi á því.
Nú kemur enn ein kenningin um það, hvar lögberg hafi verið,
kemur frá manni, sem var 5 ár á Þingvöllum og ætla mætti kunn-
ugan þar. Hann kveðst hafa verið »frá byrjun sannfærður um«, að
lögberg hafi aldrei verið á þeim stað, serh nú er talið, svo að árin 5,
sem hann var á staðnum, gat liann notað til að finna þann stað, sem
var að hans áliti hinn rjetti lögbergsstaður. Hann upplýsir, hvað það
var, sem fyrst benti honum á, að staðurinn fyrir norðan Snorrabúð
væri vafasamur sem hið forna lögberg: P>að, að jeg hefi í árbókinni