Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 46
44 notaður svo, en sannarlega styður áhleðslan á þessum stað, einkum svo sem hún hefur verið, það eigi lítið, að þarna hafi lögberg verið. Pá minnist sjera Guðmundur á öskuna, sem Sigurður Vigfússon fann við rannsókn sína; þykir hún vera sönnun þess, að lögberg hafi »ekki verið þarna, þegar askan var flutt þangað,« o. s. frv. Jeg hefi áður rætt nokkuð um þessa ösku (í Árb. 1921—22, bls. 81—2 og 84—5) og tel óþarft að bæta nokkru þar við að svo stöddu. Jeg tel skv. athugun Sigurðar, að öskunni hafi verið fleygt þarna áður en áhleðslan var gerð, og að askan hafi verið frá búð í nánd, sennilega Snorrabúð, en jafnframt tel jeg víst, að þar sem askan fannst, hafi aldrei nein búð verið byggð. Hafi þarna verið lögberg, er askan var látin, var vissulega óviðeigandi að láta hana þarna, jafnvel þótt gert hafi verið í vætutíð og ekki í neinum illum tilgangi nje svo, að nokkrum yrði til ama eða óþæginda. En raunar verður að hafa hugfast, að menn voru þá vanari öskunni fyrir fótum sjer en nú; þá var hún bæði utan liúss og innan á hverjum bæ, var um öll bæjargólf, jafnvel borin á til þrifnaðar, eins og enn er siður víða að gera í fjósum. Að sjálfsögðu myndu menn »hafa unað því illa að setja í öskuryki á lögbergi ef vindur bljes,« en engin ástæða er til að ætla, að þessi aska, sem Sigurður Vigfússon kvaðst hafa fundið þarna, hafi valdið neinu öskuryki; enda hefur áhleðslan sennilega verið gerð skömmu eftir að askan var látin þarna og Inín þá hulin. — Það er jafnvel ekki grunlaust um, að hún hafi stafað frá mateldum þeirra sömu manna, er unnið hafa að því, að gera áhleðsluna. En hvernig svo sem á þessari ösku stendur, verður hún ekki talin nein sönnun þess, að lögberg hafi ekki verið þarna. t*á ræðir sjera Guðmundur um það, hve hljóðbært er af gjárbarm- inum eystri, segir, að þeir, sem haldi því fram, »að líklegt sje, að forn- menn hafi einmitt valið þann stað, sem hljóðbærast er á Pingvöllum fyrir lögberg,« telji það aðalástæðuna fyrir því, að það hafi verið þar. —■ t>að verður varla eðlilegt, að verjast þeirri hugsun, fyrir þá, sem eru orðnir sannfærðir um það, að lögberg hafi verið vestan ár, að það hafi verið á eystra barmi Almannagjár, þ. e. einhver valinn og fast ákveð- inn hluti af honum, bæði vegna afstöðu hans til þingstaðarins í heild, vallanna niður- eða fram-undan, — þingvallarins. Gjárbarmurinn, og þá þeir, sem voru á honum, voru hafnir yfir völlinn, með öllum hans búðum og reyk, ys og þys, þeir sáust og heyrðust, og var það annar höfuðkosturinn við gjárbarminn, hve vel heyrðist út yfir vellina. Hefur þetta oft komið í Ijós og er sannreynt. Má geta því nærri, að tekið hefir verið tillit til þess í fornöld, ekki síður en t. d. á alþingishátíðinni 1930, er Lögsögumannskjör var leikið á gjárbarminum eystri, nokkru fyrir sunnan »Hamraskarð«. Mætti það vera mörgum, sem við voru,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.