Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 66
64
og vera á árið 1700. Hafi lögrjetta verið færð 1594, kemur |oað heim
í katastasis, að hún hafi verið færð »um tíð Pórðar Guðmundssonar og
Jóns Jónssonar lögmanna.« Peir voru lögmenn til 1605.
Hafi konungur ætlað að spara sjer með brjefi sínu 1574, um flutning
alþingis frá Pingvelli, ferðakostnað höfuðsmanns þangað, og það ekki
tekizt, sakir mótþróa íslendinga móti flutningum, kann það að hafa,
eitt með öðru, verið ástæðan til þess, að í veitingarbrjefi því, sem
konungur gaf út til handa Jóhanni Bockholt 7. maí 1582, var það ttxið
fram, að hann skyldi sjálfur kosta ferðir sínar í konungserindum.1) — Fimm
árum síðar ljet Bockholt af hirðstjórn; Friðrik 2. fjell frá 1588, og enn
nokkrum árum síðar, 28. febrúar 1591, varð Henrik Krag hjer hirðstjóri
aftur og var nú 4 ár, tii 1595. Hann var hjer kunnugur, og það er
ekki ólíklegt, að einmitt í hans tíð og með hans ráði hafi lögrjettan
verið færð af þeim óhentuga stað, sem konungur hafði leyft, að hún
yrði færð af í tíð hálfbróður hans, 1563. Krag var vel kunnugt um
málavexti alla og þetta leyfi konungs. Kristján 4. var að eins 11 ára,
er faðir hans dó. Mun Krag, er átti stjórnarherrunum að þakka hirðstjórn
sína, hafa þóizt nokkru frjálsari nú en fyrrum, og nú gerðust ýmsar
nýjungar og breytingar, og sumar til bóta. Jón prófastur Halldórsson
segir í Hirðstjóra-annál,2) að Krag hafi verið »einn af þeim hinum
nytsamlegustu« hirðstjórum hjer, og Páll E. Ólason telur í riti sínu,
Menn og menntir, óvíst, »hvort nokkur höfuðsmaður á þessu tímabili
(16. öldinni) hafi viljað landsmönnum betur bæði í tillögum og verki,
það er hann mátti.«3) Hann sat hjer á hverju alþingi, meðan
hann var hirðstjóri, og dvaldi hjer oftast, sigldi 1593 eftir þing,
en kom aftur fyrir næsta þing. Skal hjer að öðru leyti vísað
til þeirra rita, er nú var bent til. Sumarið 1592 fór Jón lög-
maður á fund stjórnarherranna í Danmörku til að bera fram
bænarskrá, ýms (alls 8) erindi fyrir landsmenn4.) Þótti sumum raunar
ekki mikið gagn hljótast af þeirri för, en þess er vert að minnast í
þessu sambandi, að fyrirskipað var næsta vor, 9. maí, að alþingi skyldi
sitja að minnsta kosti 8 daga á hverju sumri, og að höfuðsmaður var
beðinn að skipa landþingsskrifara. Hafði verið kvartað yfir því, að al-
þingi sæti ekki lengur en 1—2 daga árlega, og beðið um, að það sæti
í 8 daga eða lengur, eftir því, sem nauðsyn krefðist, og að skipaður
yrði lögþingsskrifari. Andsvör og brjef stjórnarinnar voru gerð heyr-
inkunn á alþingi um sumarið (1593).
1) Sbr. P. E. Ó., Menn og menntir, 111., bls. 318.
2) Safn, II., bls. 723.
3) Menn og menntir, 111., bls. 330.
4) Sbr. Alþb. fsl., 11., bls. 252-54, og e. fr. bls. 343-63.