Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 72
Búðaskrár
Jóns prófasts Steingrímssonar.
Skrifaðar af honum sjálfum í bók þá, sem nú er í handritasafni
Landsbókasafnsins nr. 574, 4to.
I.
Um búðastæði á alþingi við Öxará, fornaidarmanna, sem
landsins sögur og annálar um geta. Þeim til fróðieiks og
gamans, er það girnist að sjá eða heyra.
Heimskur er sá, að öngu spyr.
Flosabúð var norður lengst fyrir vestan ána, við fossinn í 0xará.
Porgeirs Ljósvetningat-goðaj búð þar vestar með hallinum.
Snorra goða búð var þar, sem hún enn nefnist og stendur.
Ouðmundar ríka [búð] næst Þorgeirs Ljósvetninga[-goða] búð,
fyrir vestan ána. Áður var hans búð fyrir norðan ána, nærri því gamla
lögbergi.
Eyjólfs Bölverkssonar búð var á hól fyrir sunnan Snorrabúð, að
stefna á Bingvelli.
Gissurs livíta búð þar fyrir vestan; en næst fyrir norðan Heede-
mannsbúð var Geirs goða [búð].
Ásgríms Elliða-Grímssonar [búð] var norðar upp með gjánni, móts-
við Geirs goða búð.
Höskuldar Dala-Kollssonar búð var milli árinnar og Geirs goða
búðar.
Egils Skalla-Grímssonar [búð] milli Geirsbúðar og Hjalta Skeggja-
sonar [búðar].
Flosi hafði áður búð fyrir austan ána, skammt frá Síðu-Halls búð,
sem síðar var 0gmundarbúð, [fyrir] vestan traðirnar á L>ingvallatúni.
Lögbergið er fyrir austan ána; eru þar vatnsgjár á báðar síður.
Fyrir austan lögrjettutóftina á því er svo-kallað Flosahlaup yfir austari
gjána. Vestur af lögberginu er Bryggjusporðurinn, en suður-af honum