Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 73
67
er einstigi að búð Skafta lögmanns Þóroddssonar, Markúsar Skeggja-
sonar og Gríms Svertingssonar.
Suður lengst með ánni, móts-við Pingvelli, stóð Njálsbúð, nærri
ánni, fyrir sunnan Gissurs livíta búð, [og] Rangvellinga [búð].
Marðar gígju búð [var] út-með berginu, fyrir ofan og vestan Gissurs
hvíta búð.
Pá kristnin var í lög tekin, var lögrjettan færð á hólmann í ánni,
en aftur [raðan færð í tíð Pórðar Guðmundssonar lögmanns og Jóns
Jónsssonar vestur-yfir ána, í þann stað, hvar hún hefur síðan verið.
Kross-skarð, sem næst er fyrir norðan Snorrabúð, þess hæð er
eftir Ólafi kongi Tryggvasyni og Hjalta Skeggjasyni. Hleðslan, sem þar
er á milli á gjábarminum, var áður fjórðu[n]gsdóma-þingstaður. Menn
kalla nú það pláss Kristna-lögberg.
II.
Um búðastæð/ r/ú á alþingi, 1783.
Eftir siðaskiptin aflögðust aliar þær fornu búðir fyrir utan Snorra-
búð, er sagt er ætíð hafi haldizt við lýði. Brúkuðu þá landsins yfir-
völd sín tjöld allt fram á þessa öld, 1700, svo 1730 voru allfáar búðir
á alþingi, en síðan hafa þær árlega fjölgað, og það í þeim stað, er
þær voru ei til forna, sem er í svo-kallaðri Almannagjá, fyrir vestan
og ofan hallinn, sem fornar sögur ei um geta. Mun þar þá ei hafa
verið því-líkt graslendi í gjánni, sem það er nú. Ressar eru nú búðir
í gjánni: Næst fyrir vestan fossinn í g[j]ánni, undir austara berginu,
er búð og tjöld sýslumanna úr Skaftafellssýslu. Par yfir-af og undir
vestara berginu búð sýslumanna úr ísafjarðarsýslu. Rar næst undir
austara berginu búð sýslumanns úr Barðastrandar-og Dala-sýslu. Par
fyrir sunnan, frá uppgöngu fógetabúðar, er búð sýslumanns úr Rang-
árþingi, en syðst, fyrir vestan stíg frá Snorrabúð, stendur búð sýslu-
manns úr Bingeyjarsýslu. Rar sem Flosabúð var, við fossinn, er nú
fógetabúð. Par næst var lögmannsins búð, sem þjenaði að sunnan
og austan á landinu. Þar til [forna] var Rorgeirs Ljósvetninga[goða]
búð. En þar [sem varalögmanns búð]in nú stendur, var búð Guð-
mundar ríka. En þar sem að [var] búð Eyjólfs Bölvekssonar, má um
tvíla, hvort heldur er landþings[sk]rifara búð, á hól fyrir austan
götuna að Þingvöllum, eður stift[am]tmanns, sem er fyrir vestan
sömu götu. Rar Gissurs hvíta búð var, er nú amtmannsins búð.
Þar Geirs goða búð var, er nú [bú]ð sýslumanns úr Árnessýslu. í
Snorrabúð sýslumenn [úr] Mýra- og Borgarfjarðar-sýslu. Þar Ásgrímur
Elliða-Grímsson var, hafa sýslumenn úr Múlasýslu sinn aðsetursstað,
5*