Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 74
68
og enn ofar í Hallinum sýslumaðurinn úr Kjósar- og Gullbringu-sýslu.
Höskuldar Dala-Kollssonar er nú sýs[l]umanns úr Strandasýslu. Njáls-
búð tjaldar sýslumaður Skagafjarðarsýslu og klaust[ur]haldari þaðan.
En Marðar gígju sýslumaður úr Húnavatnssýslu, nú síðast sá nafn-
frægi Bjarni Halldórsson. — En fyrir austan ána eru aflagðar allar
búðir. Eru þar hjer og þar tjöld geistlegra manna. Par sem Síðu-
Halls-búð var, standa nú biskups tjöld. Undir berginu að vestanverðu,
þar sem a[ð] stóðu búðir Skafta, Markúsar og Gríms, eru tjaldstæði
prófasta úr Skaftafells- og Barðastranda[r]-sýslum, en frarnar, á hólm-
unum, prófasta úr Gullbringu- og Rángárvalla-sýslum. En hinir aðrir,
sem ei fá sjer verur á Þingvöllum, þar í heimahúsum, eru lijer og þar
inn-á flötunum fyrir norðan ána, í svo-kölluðum Prestakrók, og þeim
megin, næst við fossinn, eru svo-kölluð fálkafangaratjöld og bóka-
seljara frá Hólum.