Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 81
75
með honum fór út Gunnsteinn, frændi hans ok Auðúlfr ok Gautr,
en Véfröðr var eftir í víkingu. Ævarr kom skipi sínu í Blönduós; þá
váru numiu lönd fyrir vestan Blöndu. Ævarr fór upp með Blöndu at leita
sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergsbrekkur, setti
hann niðr stöng háva, ok kveðst þar taka Véfröði syni sínum bústað.
Síðan nam liann Langadal allan upp þaðan ok svá fyri norðan háls1)-
Þar skipti hann löndum með skipverjum sínum. Ævarr bjó í Evars-
skarði. Véfröðr koni út síðar í Gönguskarðsárós ok gekk norðan til
föður síns ok kenndi faðir hans hann eigi. Þeir glímdu svá, at upp gengu
stokkar allir í húsinu áðr Véfröðr sagði til sín. Hann gerði bú at
Móbergi sem ætlat var, en Þorbjörn strjúgr á Strjúgsstöðum, en Gunn-
steinn á Gunnsteinsstöðum, Karli á Karlastöðum, Bórðr á Mikilsstöðum,
Auðúlfr á Auðúlfsstöðum. Gautr bygði Gautsdal ....
Holti hét maðr, er nam Langadal ofan frá Móbergi ok bjó á Holta-
stöðum.«
Þessi lýsing er einkar-ljós, þó fáorð sé, og virðist hægur vandi að
gera sér af henni Ijósa grein fyrir landnámi Ævars og bústað hans.
Hann hefir haldið fram Langadal. f>ótt Holti væri þá ekki búinn
að nema útdalinn, hefir Ævar ekki hugsað til landnáms þar, eða að
minnsta kosti ekki þegar framar kom í dalinn, þar sem hann víkkar all-
ur og fríkkar, og háar hlíðarnar hlæja við sól, en standa jafnframt
sem hinn æskilegasti skjólgarður fyrir norðan-áttinni. Hefir þá og verið
fagurt um að litast í Fram-Langadal: hlíðar skógi vaxnar, en eyrar með
Blöndu breiðari og grösugri en nú. Veðursældin lá líka svo að segja
í augum uppi sakir legu dalsins. Dalurinn tók landnámsmanninum op-
num örmum. Og auðsætt, að smjör draup af stráum.
Þegar kom fram um Móberg, þótti Ævari tími til kominn að lielga
sér landið, enda óvíða fegurra. Þar voru og eðlileg takmörk að utan,
en þess virðast landnámsmenn hafa gætt mjög vel, að landnámið væri
skýrt afmarkað. Hvammsá og Brunnárdalur gátu engum dulizt.
Á Móbergi, yzta bænum í landnáminu, helgaði Ævar Véfröði, syni
sínum, bústað. Síðar, eftir að hann hafði ákveðið landnámið, og valið
sér sjálfum bezta bitann að venju, gaf hann frændum sínum og skipverj-
um land, og eru bústaðir þeirra raktir fram Langadal sömu röð og
gert er enn í dag. Aðeins tveir þeirra, Karlastaðir og Mikilsstaðir, eru
lagztir í eyði fyrir ævalöngu.
Ævar fór fram Langadal. Hvar nam hann staðar og setti landnám-
inu takmörk í þeirri átt?
Margeir Jónsson heldur fram þeirri fjarstæðu, að þau takmörk liafi
1) Ofan til Ævarsskarðs , bætir Melabók við.