Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 83
77
Nú er að benda á fleira, er styður það, að Ævar liafi búið í
Bólstaðarhlíð, en útilokar, að hann hafi szet að upp á Laxárdal —
austur í Litla-Vatnsskarði.
Þegar Ævar hélt fram Langadal, hlaut hann að festa augun á
skörðunum, sem þar eru í fjallgarðinn. Hefir honum eflaust strax
leikið hugur á að kanna þau lönd, er þar lágu að baki. Nú vitum
við ekki, livaða leið hann hefir valið. Vera .má, að hann hafi farið
Strjúgsskarð, eða Auðólfsstaðaskarð, eða dalinn upp frá Ævarsskarði
(Bólstaðarhlíð), þar sem nú heita Hreppar (að austan) og Höfðabrekkur
(að vestan). Hverja leiðina, sem hann valdi, varð fyrir honum allvíður
og grösugur háfjalladalur, sem hlaut að minna liann á hina norsku
seljadali, er voru honum vísast gagnkunnugir. Ævar kastaði eign sinni
á framhluta dals þessa, eða að því leyti, sem hann lá hliðstætt land-
nánii hans í Langadal. Telja má og víst, að hann liafi numið fjöllin
austur af honum og alt það flæmi, er heyrir undir Bólstaðarhlíð og
Þverárdal fram á þennan dag í Kálfárdal að norðanverðu, Þröngadal^
Valbrandsdal að nokkru, eitthvað af Víðidal o. s. frv.
Það lá Ævari í augum uppi, að vetrarríki var miklu meira í Lax-
árdal en Langadal, þó víða væri þar gott undir bú. Því er þess og
aðeins getið, að þar liafi bygt einn af skipverjuin Ævars, Gautr í
Gautsdal, enda er þar greiðast um samgöngur við Langadal og mild-
ust veðráttan,
Sjálfum gat Ævari ekki hugkvæmzt að velja sér bólstað í Laxár-
dal, ekki einu sinni þar sem nú er Mjóidalur og löngum hefir verið
stórbýli. Það er hrein fjarstæða, að ímynda sér, að sjálfur landnáms-
maðurinn slepti öllu tilkalli til allra jarða í Langadal, og ágirntist
fremur seljadalinn. En þó fjarstæðast að halda, að hann reisti bú þar
sem eitthvert rýrasta kotið á Laxárdal hefir staðið að fornu og nýju —
Litla-Vatnsskarð.
Litla-Vatnsskarð er nú í eyði. En í jarðamatinn 1932 var land
þess metið einar 1300 kr. Samanber, að þá var landsverð Bólstaðar-
hlíðar, þ. e. heimajarðarinnar einnar, eins og hún er nú, að undan-
skildum öllum hjáleigum, talið 10.400 kr.
Margeir Jónsson segir og sjálfur, að »í jarðaskiftabréfi um Láxár
dalsjarðir frá 1391 sé Litla-Vatnsskarð talið með Mörk og Hvammi.
En frumbréfið er glatað og yngsta afritun bréfsins er frá 1704, en sú
elzta frá 1585« (Árb. 1925-26, bls. 42).
Enn segir sami maður á öðrum stað:
»Um 1700 er Litla-Vatnsskarð einnig talið Vb úr heimajörðinni
Móbergi (Á. M., sjá Johns., 241 nm.) Og enn fremur hefir Móberg
átt selstöð í Litla-Vatnsskarði frá ómunatíð. Heitir þar enn Móbergs-