Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Síða 85
79
þótt fegurst og bezt í landnámi sínu, og því valið sér þar bólstaðinn.
Pað var lífsregla landnámsniannanna, að hver væri sjáifum sér
næstur. Aðrir eins höfðingjar cg Ævar kusu því ógjarnan annað en
hjartað úr bygðinni.
Peir hefðu látið sér fátt um finnast seljadalinn einan.
En Ævarsskarð hlutu allir að ágirnast. Pað sæmdi því höfðingj-
anum.
Eftirmáli.
Ritgerð þessa sýndi ég prófessor, dr. phil Sigurði Nordal, og tjáði
hann mér þá, að fyrir nokkrum árum hefði séra Eiríkur Briem, prófessor,
látið þá skoðun uppi við sig, að Bólstaðarhlíð stæði í hinu forna
Ævarsskarði. Er skoðun svo merks og athuguls fræðimanns, sem pró-
fessor Eirikur var, eigi lítill stuðningur við tilgátu þá, er hér hefir
verið rökstudd.
At/is. Höfundinum hefir verið alveg ókunnugt um grein Erlends
Guðmunassonar frá Mörk, sem prentuð er í IX. árg. Tímarits Pjóðræknis-
fjelags íslendinga, Winnipeg 1927 (bls. 94—101). Er þar haldið fram
sömu skoðun um Ævarsskarð og hjer er gjört. Því miður hefir Er-
lendi ekki verið kunnugt um grein Margeirs Jónssonar í Árbók
Fornl. fjel. 1925, bls. 32—42, enda er óvíst, að hún hafi verið komin
út, er Erlendur ritaði gein sína. — Eins og greinir þeirra Margeirs og
Erlends bera með sjer, er sú skoðun engin nýjung, eða sjerstök fyrir
sjera Eirík Briem prófesor, að Bólstaðarhlíð standi í hinu forna
Ævarsskarði; Margeir segir í grein sinni, að »ýmsir Húnvetningar«
álíti »enn, að Ævarsskarð hafi verið þar sem Bólstaðarhlíð er nú«, og
talar um, að það hafi verið eða sje almennt álit í Hlíðarhreppi; og Er-
lendur segir, að Klemens Jónsson, »er alizt hafði upp til fullorðins ára
í Bólstaðarhlíð,« hafi skrifað sjer það, að Jóhannes Guðmundsson á
Gunnsteinsstöðum (sbr. Árb. 1924, bls. 32) hafi haldið því fram, »að
Litla-Vatnsskarð væri það sama og hið forna Ævarsskarð,« en allir
aðrir hinu, »að það væri Bólstaðarhlíð.« Er svo að sjá af þessu, að
það hafi verið almennt álit á síðasta fjórðungi síðustu aldar og fram
á þessa, að skarðið á milli Bólstaðarhlíðarfjalls og Finnstunguhnjúks
(eða Skeggjastaðafjalls), mynnið á Svartárdal, sje hið forna Ævarsskarð.
Ekki virðist það álit þó koma vel heim við orðalag Melabókar (Pórð-
arbókar) í frásögn liennar uni landnám Ævars: »nam hann Langadal
allan upp þaðan (frá Móbergsbrekkum), fyrir austan Blöndu, ofan til
Ævarsskarðs, og svo þar fyrir norðan háls. Þótt menn segi »ofan ti*
Bólstaðarhlíðar« úr Laxárdalnum, virðist ekki eðlilegt að komast svo