Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Qupperneq 93
Staðþekking Njáluhöfunda
d Fljótsdalshéraði og- í Vopnafirði.
Það virðist liafa orðið að venju sumra fræðimanna, eldri og yngri,
fyr og síðar, að staðhæfa það, algjörlega án allra röksemda, að höf.
Njálu hafi verið staðkunnugir á Austurlandi, þ. e. á Fljótsdalshéraði
og í Vopnafirði. Þetta er svo alkunnugt, að eigi gjörist þörf að til-
greina þetta frekar. Þessar staðhæfingar hafa jafnvel gengið svo
langt, að fullyrt hefir verið, og það oftar en einu sinni, að Njála væri
rituð af Austfirðingi.
Mér vitanlega hefir að eins einn fræðimaður, Sigurður Vigfússon
fornfræðingur, reynt að afla sér þekkingar á staðfræðinni í Njálu á
Austurlandi og skrifað ritgerð um hana. Er þessi ritgerð Sigurðar
birt í Árbók Fornleifafélagsins 1893, bls. 29-30. Mér þykir rétt að
tilfæra hér megin-atriði úr þessari ritgerð, svo að það megi Ijóst
verða, hvernig þessi eini maður, er aflað hefir sér sérstaks fróðleiks
um þetta efni, lítur á það. Fyrst skýrir Sigurður frá ferðalagi Flosa
á Svínafelli (er hann fór í liðsbónina um hávetur, í janúarmánuði, til
Austurlands), frá því, er hann fór að heiman, og þangað til hann kom
austur að Heydölum í Breiðdal. Þessa leið fór hann á 9 dögum, og
eru nátt-staðir allir tilgreindir. Telur Sigurður dagleiðirnar flestar hæfi-
legar, þegar tillit er tekið til þess, að þeir Flosi voru gangandi, og
fóru þetta í nær svartasta skammdegi. Lengstar dagleiðir af þess-
um níu segir hann, að hafi verið frá Breiðá að Kálfafelli (nú Kálfa-
fellsstað), og svo þaðan að Bjarnanesi í Hornafirði. Síðan segir
Sigurður:
»Þaðan (þ. e. frá Heydölum) fór Flosi á Hrafnkelsstaði, enn þeir
eru ofarlega í Flótsdalshéraði, næsti bær fyrir innan Hallormsstað;
þetta eru tvær dagleiðir1) og eru á þeirri leið tveir fjallvegir,
1) Þetta er þrjár dagleiðir. Sú fyrsta frá Heydöluni upp-undir Breiðdalsheið-
ina, 25-28 km.; önnur að Arnaldsstöðuin í Skriðdal og sú þriðja þaðan að Hrafn-
kelsstöðum. A. /. /.