Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 96

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Page 96
90 nefnilega Breiðdalsheiði, og Hallormsstaðaháls, sem Flosi hefir hvort- tveggja farið; heiðin er um 3 tíma hæg reið, enn hálsinn er styttri.1) Hér era ekki nefndir náttstaðir Flosa; með enga móti gat hann þó farið þetta á einum degi, enn það hefir ekki fylgt hinni upphaflegu frásögn, eins og á fyrsta staðnum hér að framan (þ. e. frá Svínafelli að Heydölum), og því hefir söguritarinn ekki getað sagt það. Þaðan fór Flosi til Bersastaða, enn þeir eru fyrir norðan fljót (þ. e. Lagar- fljót), eða eiginlega fyrir ofan Fljótsdals botninn (á að vera: Fljóts- botninn) norðan megin í dalnum. Þaðan fór Flosi á Valþjófsstað; hann stefndi (á að vera: stendr) norðanmegin í Fljótsdal fyrir framan þar sem dalurinn skiftist. Nú stendr í sögunni, að þeir Flosi fóru fyrir neðan Lagarfljót og yfir heiði til Njarðvíkr; þeir hafa þá farið út með fljótinu að austan;2) heiðin, sem nefnd er, heitir nú Göngu- skarð, og liggr ofan til Njarðvíkr. Þetta hafa þeir Flosi með engu móti getað farið á einum degi, enn hér er eins og fyrri, að söguritar- inn hefir eigi vitað um náttstaðinn eða náttstaðina, því að það hefir ekki fylgt hinni upphaflegu frásögn, og bendir þetta enn á, að hann hefir ekki búið neitt til sjálfr, því að hví skyldi hann ella láta ógert að segja frá náttstöðunum sumstaðar? Það var þó fróðlegra og gerði söguna fyllri Þaðan fór Flosi til Vopnafjarðar; þá hefir hann farið upp Göngu- skarð aftr og norðr yfir Lagarfljót og Jökulsá, og svo Smjörvatns- heiði, sem sagt er að sé þingmannaleið brúna á milli. Þetta munu hafa verið þrjár dagleiðir hans, enn náttstaðir ekki taldir, af sömu 1) Það er langur vegur frá Breiðdalsheiði eftir Skriðdalnum að Arnaldsstöðum. Frá Arnalsstöðum yfir Skriðdalinn hjá Þingmúla, Hallormsstaðaháls og Buð- lungavaliaheiði eru ca 20. km. og mjög erfiður og ógreiðfær vegur. A.J.J. 2) í þessari frásögn, að þeir FIosi hafi farið fyrir »neðan Lagarfljót«, er greini- Iegt merki ókunnugleika. í fyrsta lagi hefði það verið eðlilegast, að þeir Flosi hefðu verið látnir fara út eftir Lagarfljóti um hávetur, því vitanlega er færi bezt eftir því ísi lögðti. Bendir þetta til þess, að höf. hafi haldið, að Lagarfljót væri svo straum- hart, að það frysi ekki, í stað þess, að það er alveg straumlaust út undir Lagarfoss. í öðru lagi hefir verið mjög ógreitt að ferðast fyrir neðan Lagarfljót (þ. e. suðaustan) vegna hinna miklu skóga þar, sem vitanlega hafa verið á þeirri tíð miklu víðlendari og stórvaxnari en nú, þó að enn séu þarna einhverjir mestu skógar landsins, þar á meðal Hallormsstaðaskógur. Auk þessa er það fremur úr leið, að fara suðaustan við Fljótið, a. m. k. að innanverðu, þegar ferðinni er heitið austur í Njarðvík. í þriðja lagi: Úr því að FIosi var ekki látinn fara út eftir Lagarfljóti — sem var eðlilegast, — hefði kunnugur maður látið hann fara hinu megin við það (að norðaustan), út Fellin, og alla leið á móts við Eiða. Sú leið er bæði beinni og hefir víst verið alla tíð greiðfærari. A. J. J.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.