Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 101
95
úr ritaðri heimild — og því eru þau rétt, en algjörlega ruglazt í
afstöðu bæjanna, hvers til annars, og hvernig eðlegast væri að ferð-
ast milli þeirra.
Líkt er að segja um byggðarlögin.
Nöfnin á þeim hefir hann líka fengið hjá kunnugum manni
eystra, eða úr ritaðri heimild, en ruglazt í legu sumra þeirra. Því
stendur í öllum þorra handrita af Njálu, að Flosi hafi farið frá Krossa-
vík noröur til Vopnafjarðar og upp í Fljótsdalshérað, sem er vitan-
lega alrangt, því að frá Krossavík liggur Vopnafjörður nærri því í suður.
Aðeins eitt handrit af Njálu — af miklum fjölda, sem til er — það
er hin svo-nefnda Möðruvallabók, hefir hér réttan leshátt, þ. e. þá fór
Flosi norðan úr Vopnafirði og upp í Fljótsdalshérað, en þetta er
vafalaust leiðrétting manns, er eitthvað hefir þekkt til staðhátta í Vopna-
firði. Það, að Möðruvallabók er talin vera rituð norðanlands (í Eyja-
firði?), styður mjög það álit manna, að leshátturinn í þessu handriti,
sé aðeins leiðrétting.
Að lokum get ég sagt líkt og Sigurður Vigfússon: Ég hefi farið
sjálfur nokkuð af leiðum Flosa um Austurland og kynt mér þær
allar eins rækilega og unnt er, m. a. af viðtali við gagnkunnugt og
merkilegt fólk eystra, er hefir farið það af leiðunum, sem ég hefi ekki
farið, og hefir það verið mér að öllu sammála um niðurstöðu mína —
sem er sú sama og Sigurðar Vigfússonar, — en hún er sú: að höf
Njálu hafi verið ókunnugir á Austurlandi.
A. J. Johnson.