Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 106
Þjórsárdalur, Fossárdalur.
1 Skírni 1940 (bls. 97—120) hefir hr. próf. Ólafur Lárusson
ritað ítarlega og vel rökstudda grein um „Eyðing Þjórsárdals".
Rökfærslur hans tel eg sannfærandi um það, að Þjórsárdalur
hafi eyðilagzt fyr en almennt hefir verið talið áður, og vil því
engu bæta þar við. En þó eg hafi hvorki löngun til að hrekja neitt
í svo góðri grein, né að eltast við margar tilvitnanir og ritfestar
heimildir, þá vil eg samt í sem fæstum orðum láta í ljósi aðra
skoðun á einstökum atriðum, til nánari athugunar. Aðallega um
nöfn dalsins og Hjalta að Núpi.
1. Nöfnin Þjórsárdalur og Fossárdalur.
Bæði tel eg þau sönn og réttmæt, og því hvorki um nafnarugling,
misritun né mislestur handrita að ræða. Þetta er augljóst af því, að
Þjórsárdalur er yfirgripsmeira nafn, og því oftar notað. Og er það
eðlilegt af því, að Fossárdalurinn er afvikinn nokkuð og minni
hluti dalsins.1)
Margir hafa hneykslazt á Þjórsárdals-nafninu, af því að aðaláin,
sem nú rennur um dalinn, heitir Fossá. En ekki er víst, að svo
hafi verið á fyrri dögum. Það má verða alkunnugt, að í mestu vor-
leysingum og ofsa-flugvexti í Þjórsá, þá fellur kvísl úr henni
í Rauðá og ofan endilangan Þjórsárdal að austanverðu. Svo miklu
vatni hefir kvísl þessi bætt við Rauðá, — sem jafnan er lítil sem
bæjarlækur, og fellur með fossi í Gjána —, að eitt sinn í minni
núlifandi manna, urðu ferðamenn, sem komnir voru yfir Fossá, að
snúa aftur við Rauðá, alófæra yfirferðar. Nú er ekki ólíklegt, að
svo mikið vatnsfall sem Þjórsá er — með heljar-þunga í flugvexti —
hafi grafið sig nokkuð niður þarna í hálendinu í þúsund ár. Og
því ekki minni líkur til þess, að á landnámsöld hafi að staðaldri
runnið kvísl á þessum sama stað úr Þjórsá um Þjórsárdal. Ef
ekki alltaf, þá a. m. k. í vorleysingum og vexti Þjórsár. Árvöxtur-
inn er mjög breytilegur eftir árferði, byrjar misfljótt og varir
1) Sbr. hér og síðar: Fbrs. II, 865, og Árbók Flfél. 1885, 38—60, ásamt
ágætum uppdrætti eftir Br. Jónsson.