Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1941, Side 109
103
ekki ómögulegt, að bær sá hafi verið nefndur ,,að Núpi“ á dögum
Hjalta, en það ruglazt síðar. 2. Hitt þykir mér þó ekki ólíklegra, að
sökum fjarlægðar, þröngbýlis, jarðspjalla, heyskaparleysis eða ann-
arra erfiðleika, hafi Hjalti flutt bú sitt að Stóra-Núpi. Og þá —
ef ekki flutt líka kirkju — svo einnig byggt fyrstu kirkjuna á
Stóra-Núpi.
Stórhuga auðmenn og höfðingjar gátu orkað miklu umfram
smærri bændurna. Og „Gnúpverjar" hafa höfðingjar verið. Þar
sem auðkennið „úr Þjórsárdal“ var orðið rótgróið við Hjalta og
víðfrægt um landið allt, var svo sem sjálfsagt og rétt mál, að
þetta auðkenni, „úr Þ.“, fylgdi honum til æviloka, þótt hann hefði
flutt út úr dalnum. En er eitt enn, sem mér þykir mæla með búsetu
Hjalta á Skeljastöðum. Það er hafskips-smíði hans, sem góðar
heimildir geta um. Sjálfur hefir hann viljað hafa eftirlit með skips-
smíðinni, máske unnið líka að henni og haft heimilissmið. Ef
Hjalti hefði þá átt heima á St.-Núpi, er ekki líklegt, að hann léti
flytja lengra en þangað kjölvið, byrðingsefni og aðra máttarviði.
— En uppi í dalnum hefir hann sennilega áður verið búinn að
láta höggva og þurka birki, sem bezt og öflugast lagað í beygjur,
bönd og krappa, og hvað eina, er nothæft þótti.
Meðmælin og líkindin fyrir því, að skipið væri smíðað inni í
dalnum eru þessi: Þjórsá er lygn til yfirferðar á auðu, og legg-
ur fljótt öflugum ísi, ofan við Fossármynni. Þarna í nánd, fyrir
sunnan ána, eru kallaðar Kjöldragstungur, og kenndar við skipdrátt
Hjalta. Þótt örnefni þetta geti að vísu verið síðari alda tilbúningur,
þá er þó mjög sennilegt, að Hjalti hafi orðið að setja skip sitt á
landi langa leið og fleyta því svo fram-eftir ytri Rangá til sjávar
— eins og góðar heimildir herma. Þjórsá er á ýmsum stöðum ófær
til að fleyta skipi vegna hávaða og kletta, auk fossanna. En Rangá
er miklu lygnari, mjórri og auðveldari til að fleyta skipi með
árum, stjökum og landtaumum. Þar hefir varla þurft að taka
skipið á land, nema móts við Árbæjarfoss og Baulverjafoss (sem nú
er nefndur Ægisíðufoss). Skáhallt yfir Landsveit þvera er að vísu
langur skips-setningur, en fremur mishæðalítill, og allur í heild
tekið með líðandi halla undan fæti, víðast sléttlendi og oft gott
hjarn á vetrum, og þá skorti ekki karlmennina á sveitabúunum til
aðstoðar. — Fordæmið var alkunnugt frá Noregi, að setjá skip
á landi, og heila flota í herferðum konunga, jafnvel yfir nokkuð
bratta hálsa.
7. G.