Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sat á sama stað, hefir hann hjá sér til skemmtanar einn hana hvítan,
mjög fagran og vel fiðraðan, leikandi sér við hann, gerandi þar af
sínu hjarta gott og mundanglegt gaman.---------Hvað er fregn
millum annarra einn veiðimaður, fátækur að aurum, en eigi hlutlaus í
skynsemdum.----------Nú einn dag, sem hann hefir úti verið til
fuglveiða á nálægum skógi viður þann stað, sem Jón postuli situr í,
gefur hann upp sína sýslu að áliðnum degi, hafandi sig fram í stað-
inn með miklum skunda, því að langan tíma hefur hann borið mikla
forvitni, hvað því muni valda, er hann heyrir sennilega flutt, að
svo góður maður og geðfastur, sem postulinn er, skuli fara með nokk-
urum leik eða léttis gamanbrögðum. Nú sem hann kemur fram að
postulans herbergi, biður hann sér orlofs til inngöngu, og það veitir
skjótlega sá blessaði herra, er fyrir situr. Gengur þá veiðimaður inn
með þeima hætti, að hann heldur á boga sínum og örvamæli, því
að hann vill eigi sín tól láta hendi frá ganga; hneigir hann postul-
anum og heilsar upp á hann, sezt síðan niður og slær boganum flöt-
um niður á gólfið fyrir fætur sér; situr svo þegjandi um stund og
litast um. Er honum nú sjón sögu ríkri um það, er hann forvitnaði,
því að rétt í þenna tíma hefir postulinn hjá sér fuglinn þann væna
til skemmtanar. Hvar fyrir veiðimaðurinn fyllist nýjum hugrenn-
ingum sinnar forvitni og talar svo: „Herra, segir hann, það er
örindi mitt hingað að verða þess viss, sem mig hefir lengi forvitnað,
hver skvnsemd yður gangi til þess, að þér hafið hjá yður það litla
creatyr, þar sem eg hugði, að þér mundið ómæðilega biðjast fyrir
nótt með degi.“ Sem hann hefir svo talað, sér postulinn blíðlega til
hans, þegjandi lítinn punkt svo sem hugleiðandi, hversu viðurkvæmi-
legast væri veiðimanninum svaranda. Eftir það talar hann svo:
„Vinur minn, segir hann, hver ertu, er mig spyr þessa hlutar?“
Hinn svarar: „Eg er einn fátækur maður, aflandi mér matar og
mínum börnum með handa erfiði.“ Postulinn svarar: „Hverja iðn
leggur þú mest fyrir þig að hjálpa börnunum?“ Veiðimaðurinn
svarar: „Sé hérna“, segir hann, og vísar hendinni niður til bogans,
er lá á gólfinu, „hér er minn afli og atvinna, þenna boga bendir eg
daglega með mörgum sveita“.---------Postulinn mælti þá:------
— „Eg sér, að það er vænn bogi og veiðimannlegur, en hví er streng-
urinn svo linur, að hann hefir nær ekki halda.“ Fuglarinn svarar:
„Herra, segir hann, það er veiðimanna háttur að lina strenginum, í
hvern tíma er þeir gefa upp að skjóta, því að eigi má öðruvís vera.“
Postulinn svarar: „Gef mér þar grein til, hví bogastrengurinn má
eigi jafnan standa með sama hætti.“ Fuglarinn svarar: „Ef boga-