Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 10
14 ÁRBÓK FÖRNLÉIFAFÉLAGSINS við börurnar sést þrennt úr „líkfylgjunni“, konur og karlar ákall- andi postulann, en yfir sést hönd guðs. Uppvakning Drúsíönu er rétt aðeins nefnd í IV, en í öllum gerð- unum er sagan á sama stað eða næst á eftir Rómaborgarferðinni, og þó nokkur munur sé á gerðunujn, koma þær allar (nema IV) nokk- urn veginn jafnvel heim við ,myndina á klæðinu. 6. mynd. Postulinn og spellvirJcinn. „Nú sem hann (þ. e. Jóhannes) er í visiteran aftur á veg til Effesum, kemur hann til einnar borgar að nokkurum miklum hátíðisdegi.----------Og sem guðsþjónusta er fagurlega fylld á þann signaða dag, sér postuli drottins vors Jesú Kristí þar kominn millum annarra einn ungan mann, stórlega mikinn vexti og vænan að áliti. Og jafnfram sem ástvin drottins sér greindar náttúrugjafir unga manns, skilur hann fyrir gift heilags anda, að hjartað var hart og óvíkjanlegt að svo búnu til þess að þakka guði svo mikla veizlu og velgerninga með góðum verkum, sem hann hafði þegið af sínum skapara umfram aðra menn. I>ví lítur hinn blessaði Jó- hannes til biskupsins, er fyrir litlu hafði vígður verið til þeirrar kristni, og segir svo: „Undir guðs vitni og heilagrar kristni, er þér stýrið, felum vér yður á hendi þenna unga 'mann, að þér geymið hans líf til góðs siðferðis og gjaldið mér hann með andar ávexti, á þann tíma sem vér komum hér næst með guðs vilja.“ Biskupinn hlýðir gjarna orðum og boði svo mikils herra, takandi þann unga mann heim á sinn garð og í sitt herbergi með allri vandvirkt og góðfýsi“.,! Nú tekst svo illa til, að hinn ungi maður lendir á glapstigu og verður loks foringi ræningjaflokks. Vissulega tekst svona illa til fyrir vangeymslu biskups, enda urðu svör hans ekki góð, þegar Jó- hannes spyr eftir þeim unga manni: „Herra minn, hann er dauður." Blessaður Jóhannes svarar þá: „Nær andaðist hann, eður með hverjum hætti lét hann sitt líf ?“ Biskup svarar: „Hann er sann- lega dauður frá guði, því að hann flýði héðan fullur með hvers kyns glæpum, þar til er í síðustu kaus hann sér hinn versta hlut, svo að hann gerðist spellvirki og lagðist út í eitt fjall með miklum óaldarflokki sinna kompána, og þar er hann enn í dag höfðingi allra þeirra til hvers ills, er þá lystir að gera.“ — Jóhannesi bregð- ur illa í brún við þessi tíðindi. Stígur hann á bak hesti og ríður þegar aleinn og vopnlaus til stigamannanna og gerir boð fyrir höfð- ingja þeirra. — „Og spellvirkjarnir eru svo hlýðnir með þess boði,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.