Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 13
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI 17 í III. En ekki er sagan þar öll. Þegar Jóhannes hefur falið biskupi að annast um hinn unga mann, tekur að segja frá öðru efni. Fyrst er rætt um ritun Jóhannesar guðspjalls, og í framhaldi af því segir frá erninum og hví örn sé tákn Jóhannesar. Þar segir meðal annars: „Örn hefir margar náttúrur og mikils verðar.------------Hér með er hann svo snarsýnn upp yfir sig móti geislum sólarinnar, að hann horfir rétt hið gegnsta og hið beinasta móti henni og blöskrar ekki. Þessa sína list elskar hann svo mjög, að ekki sitt afkvæmi rækir hann, það er eigi hefir þessa gjöf. Hvað er hann prófar með þeima hætti, að þegar sem ungar kvenfuglsins eru nokkuð styrknaðir, svo að þeir megi skefjur þola, grípur hann þá upp í klær sér og setur þá móti birti sólarinnar til raunar, hvort þeir fái séð í móti henni, svo að þeir blöskri eigi. — — — Evangelium Jóhannis er einn brunnur af þeim iiii, er upp spretta í paradiso og döggva allan skóginn með lystilegri framrás og blómga jörðina til ýmislegs ávaxtar".8 Því næst koma sögur af tvennum bræðrum (7. og 8. mynd). Síðan lýkur sögunni af spellvirkjanum. Myndin sýnir, hvar Jóhannes kemur ríðandi á harða stökki, en spellvirkinn stendur og starir í jörð. Má segja, að þetta komi vel lieim við II, IV og Tv. p. s., en röðin bendir á IV og Tv. p. s. Efst á myndinni sést höndin sem fyrr og auk þess fugl með greini- legt arnarnef, og í klónum ber hann eitthvað, og þó ekki sé unnt að greina, hvað það er, verður ekki efazt úm, að þetta sé örn með unga, sem um ræðir í Tv. p. s. Á milli Jóhannesar og spellvirkja er eitthvað, sem helzt minnir á blóm eða tré. Má vera, að þetta sé hluti af hinum döggvaða skógi, sem um ræðir í Tv. p. s. Að öllu þessu athuguðu verður niðurstaðan sú, að myndin er aðeins í fullu samræmi við texta Tv. p. s., en fellur ekki jafnvel við aðrar gerð- ir sögunnar, enda skýrir engin önnur öll atriði myndarinnar. 7. mynd. Tveir bræöur og brotnir gimsteinar. „I Effeso voru þann tíma tveir ungir bræður, stórlega ríkir eftir dag feður síns, og með allskonar góssi veraldar auðæfa. Og sem þeir hafa í setzt erfðina, gera þeir ráð með einum veraldar spek- ingi, Kraton að nafni, hvað þeir skulu gera af svo miklu góssi, segja sér það í hug að hafna heimi og eiga enga hluti. Kraton spekingur gefur þeim það ráð, ef þeir vilja heimi hafna, að þeir skulu venda sinni erfð í dýrustu gimsteina, og eftir það gjört skulu þeir koma fram á það breiðasta torg, er finnst í þeirri borg, og brjóta 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.