Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 20
24 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sögunnar til þess stílbragðs að fleyga báðar þessar sögur og vekja þannig þá tilfinningu hjá lesandanum, að langur tími líði. Fyrst er sögð saga Drúsíönu. Þá hefst saga ræningjans, fram til þess er Jó- hannes hefur falið biskupi að gæta hins unga manns. Þá hefur að segja frá ritstörfum postulans, en þar er sagt frá erninum, svo sem fyrr var ritað. Næst er kafli um starf postulans og baráttu við blótmenn í Effesusborg, og er þar tilnefndur Aristódímus, sem á eftir að koma meira við söguna. Þá er sögð sagan af Kratoni spekingi, og þegar á eftir henni hefst sagan af hinum öfundsjúku bræðrum, en þó aðeins upphafið, á meðan þeir eru enn samstarfs- menn Jóhannesar. Nú tekur sögumaður aftur til að segja sögu spell- virkjans og segir hana nú til enda, en þá heldur hann áfram sög- unni um bræðurna og segir hana nú alla án dvalar. Þessum stílbrögð- um verður ekki við komið á klæðinu. Úr hverri sögu er aðeins ein mynd, og þar kemur engin fleygun til greina. Upphöf sagnanna í Tv. p. s. eru, svo setn fyrr er lýst, í þessari röð: Drúsíönusaga, saga hins iðrandi spellvirkja, sagan af Kratoni spekingi og síðast sagan af tveimur öfundsjúkum bræðrum. I engri annarri gerð Jóhannesar sögu eru sögurnar í þessari röð, en þetta er einmitt röð myndanna á klæðinu. 9., 10. og 11. mynd. Frá Aristódímusi blótbislmpi. í neðstu myndaröð klæðisins eru fyrst þrjár myndir úr sögu Aristódímusar blótbiskups; þar segir svo: „------hinn sæli faðir Jóhannes dregur marga brott af hirðsveitum Dyane og leiðir til góðs erfiðis í víngarð himnakonungs, þar til að sjálft blótskapar- megnið þolir eigi og reisir mikið framhleypi og samblástur ófriðar móti honum, svo að þeir hafa hann fanginn og ganga fram til musteris Dyane, þröngvandi undir afarkosti, að hann fórnfæri skurð- goðinu, mýkjandi það frá mikilli reiði, er lengi safnaðist fyrir mót- gerðir margar og stórar, er þeir segja postulann í hafa fengizt allan tíma síðan af fyrsta, er hann kom í Asía. En þó að þeir flytji fast og haldi fram hluta gyðjunnar, vill Jóhannes eigi fórnfæra, utan talar til þeirra allra saman með blíðri rödd og staðfastri svo segj- andi. „Eg býður yður þann kost“, sagði hann, „að þér komið allir saman með mér til kirkju drottins míns Jesú Kristí, og kallið þar á nafn Dyane frú yðvarrar, svo að kirkjan falli af sínum grund- velli, og ef þér gerið svo, þá man eg yður samþykkja. En ef þér örvæntið nú þegar, að þér megið þetta gera, þá man eg til prófa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.