Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 23
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI
27
10. mynd. Jóhannes fær Aristódímusi yfirhöfn sina.
standandi með eitrið fyrir sælum Jóhanne, svo segjandi: „Heyr
mig Jóhannes! Nú eru ii kostir, gjör annað hvort, legg af kenning
þeirri, er þú hefir lengi með farið til meingerðar og mótdráttar
við guðin, eður tak í stað með keri þessu, er eg ber þér, og drekk
af, að þú sýnir guð þinn almáttigan vera í því, ef þú lifir eftir
þenna drykk.“ Sem biskupinn hefir svo talað, réttir Jóhannes báðar
hendur móti kerinu svo blíðlega, sem honum væri borinn hinn bezti
drykkur, gerandi krossmark yfir eitrinu, sjáandi upp til himinsins,
lyftandi þvílíka bæn til guðs, sém hér fylgir: „Heyr þú, herra minn,
almáttigur guð, faðir drottins míns Jesú Kristí, hvers orði styrktir
eru himnarnir og allir hlutir undirgefnir!--------bið eg þig, drott-
inn minn, að þú drepir allt ólyfjan þessa eiturs, slökkvandi það
dauðadrep, sem þessi drykkur hefir með sér. Tak brott, drottinn
minn, með þínum almætti allt meinsamlegt afl lagar þessa, og gef
öllum þeim, er þú skapaðir, svo skyggn augu í þínu augliti, að þeir
sjái, og eyru, að þeir heyri, og hjarta, að þeir skilji, hversu þú ert
óumræðilegur í þínum almætti". Sem hinn sælasti Jóhannes hefir