Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 26
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Nokkur orðalagsmunur er á gerðum sögunnar, en enginn sá efnis-
munur er komi við efni myndanna, og má segja, að þær komi jafnvel
heim við allar gerðir sögunnar.
12. mynd. Dau'ði Jóhannesar.
„Þá er virktavin almáttigs guðs hinn blessaði faðir Jóhannes
postuli og evangelista mundi hafa ix tigi og ix ár stundlegra líf-
daga mæddur í mörgum sveita, sem lesið hefir verið um stund, birt-
ist honum Jesús Kristus himnakonungur með miklum ilm og unað-
semd með skínanda föruneyti sinna lærisveina og óumræðilegri birti
á alla vega, talandi til hans mjúkari rödd og sætari en englunum
sé máttulegt í liimnaríki. Hann segir svo: „Kom til mín, minn kæri,
því að nú er tími, að þú fagnir meður þínum bræðrum í mínu sam-
lagi.“ Þessum orðum vors herra verður Jóhannes fegnari en frá megi
segja, stendur upp í stað og ætlar að sækja heimboðið. Drottinn
Jesús Kristus talar þá í annan tíma: „Eftir fimm daga liðna mun
koma drottinsdagur minnar upprisu, á hverjum þú munt til mín
koma.“ Og eftir svo talað tekst drottinn að sýn í brott af augum Jó-
hannis upp í himnana. En er sá drottinsdagur kemur, sem fyrr var
nefndur af græðaranuin, drífur allur lýður til hins sæla Jóhannem í
það musteri, sem fyrr var greint að reistist í hans nafni. Hvar sá
guðs maður gjörir fagra þjónustu á þann dag, predikandi öllum lýð
allt af fyrsta hanasöng til þriðju stundar.----Sem hinn ágæti
Jóhannes hefir enda gjört á sínum sermone, býður hann gerast fer-
hyrnda gröf annan veg hjá altarinu innan sancta sanctorum og lætur
moldina alla brott bera út af kirkjunni. Eftir það gjört stígur hann
niður í gröfina, hefjandi upp báðar hendur til almáttigs guðs svo
segjandi: „Heyr þú drottinn Jesú, þakkir gjöri eg þinni jnildi, er
þú virðist mér heim að bjóða til þinnar skemmtanar, vitandi það, að
eg girntist þig að sjá með öllu mínu hjarta.---Gæt mín, drott-
inn minn, að öfundar höfðingi renni eigi í móti mér og eigi flykkist
drambsemisfótur mér í mót og eigi snerti mig nokkur sú hönd, sem
í útlegð er rekin frá þér, heldur tak þú mig eftir þínu fyrirheiti, leið-
andi mig til samkundu þinna krása, hvar fagna með þér allir vinir
þínir eilíflega, því að þú ert Kristur son guðs lifanda, er hjálpaðir
heiminum með boði þíns blessaða föður, veitandi oss heilagan anda,
að vér skyldum allir einn veg læra til þinna boðorða; fyrir þenna
sama heilagan anda gjörum vér þakkir lof og dýrð eilífum guði um
óendilegar veraldir veralda.“ Og er allur lýður hefir enda gjört á