Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 29
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI
33
sækja postulann, og er þetta því fyllra en segir í sögunni. Hinar
hringjandi klukkur mega hins vegar eiga að tákna guðsþjónustuna,
sem postulinn framdi, áður hann skildi við. Frásögnin um dauða Jó-
hannesar er auðvitað síðust í öllum gerðum sögunnar. í stuttu máli
sagt: myndin kemur ekki alls kostar heim við IV, ekkert atriði hennar
fer örugglega í bága við Tv. p. s., en fellur greinilega vel að I, II og
III.
*
Hér er rétt að staldra við og taka upp í stuttu máli afstöðu mynd-
anna til gerða sögunnar. Myndirnar hafa hér verið merktar 1 til
12 í sömu röð og lesið væri frá vinstri til hægri, enda kemur sú
myndaröð ein til greina. Sögurnar, sem myndirnar lýsa, hugsast
merktar tilsvarandi tölum.
I.
Röð sagnanna er þessi: 2, 3, 4, 5, 7, 8, 6, 9, 10, 11 og 12, en söguna
um hanann vantar. Ekki er neitt það í hinum sögunum, sem brjóti
beinlínis í bága við myndirnar, en sum atriði þeirra skýrast ekki
í I, svo sem örninn og fleira á 6. mynd, en önnur atriði eru smá-
vægileg.
II.
Röð sagnanna er þessi: 4, 5, 7, 8, 6, 9, 10, 11 og 12. í þessa gerð
vantar söguna um hanann, og ekki er getið húðstrýkingar postul-
ans né þess, að hárið var klippt af honum. Þá vantar að skýra frá
erninum í 6. sögu, sem annars fellur vel að myndinni.
III.
Röð sagnanna: 2, 3, 4, 5, 6, 1, 7, 8, 9, 10, 11 og 12. Sagan um ræn-
ingjann fellur hér ekki vel að myndinni, því í henni er postulinn
gangandi, arnarins er ekki heldur getið.
IV.
Röð sagnanna: 1, 2, 3, 4, 5, 7, 8, 9, 10, 11, 6 og 12. Sagan um Drúsí-
önu er svo stuttaraleg, að hún getur alls ekki skýrt myndina, ekki
er heldur getið arnarins á 6. mynd. Sagan um Kraton kemur heldur
ekki að öllu leyti heim við myndina. Gröfin á myndinni (nr. 12)
ætti að vera hægra megin altaris, en svo er ekki.