Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 29
ALTARISKLÆÐI FRÁ SVALBARÐI 33 sækja postulann, og er þetta því fyllra en segir í sögunni. Hinar hringjandi klukkur mega hins vegar eiga að tákna guðsþjónustuna, sem postulinn framdi, áður hann skildi við. Frásögnin um dauða Jó- hannesar er auðvitað síðust í öllum gerðum sögunnar. í stuttu máli sagt: myndin kemur ekki alls kostar heim við IV, ekkert atriði hennar fer örugglega í bága við Tv. p. s., en fellur greinilega vel að I, II og III. * Hér er rétt að staldra við og taka upp í stuttu máli afstöðu mynd- anna til gerða sögunnar. Myndirnar hafa hér verið merktar 1 til 12 í sömu röð og lesið væri frá vinstri til hægri, enda kemur sú myndaröð ein til greina. Sögurnar, sem myndirnar lýsa, hugsast merktar tilsvarandi tölum. I. Röð sagnanna er þessi: 2, 3, 4, 5, 7, 8, 6, 9, 10, 11 og 12, en söguna um hanann vantar. Ekki er neitt það í hinum sögunum, sem brjóti beinlínis í bága við myndirnar, en sum atriði þeirra skýrast ekki í I, svo sem örninn og fleira á 6. mynd, en önnur atriði eru smá- vægileg. II. Röð sagnanna er þessi: 4, 5, 7, 8, 6, 9, 10, 11 og 12. í þessa gerð vantar söguna um hanann, og ekki er getið húðstrýkingar postul- ans né þess, að hárið var klippt af honum. Þá vantar að skýra frá erninum í 6. sögu, sem annars fellur vel að myndinni. III. Röð sagnanna: 2, 3, 4, 5, 6, 1, 7, 8, 9, 10, 11 og 12. Sagan um ræn- ingjann fellur hér ekki vel að myndinni, því í henni er postulinn gangandi, arnarins er ekki heldur getið. IV. Röð sagnanna: 1, 2, 3, 4, 5, 7, 8, 9, 10, 11, 6 og 12. Sagan um Drúsí- önu er svo stuttaraleg, að hún getur alls ekki skýrt myndina, ekki er heldur getið arnarins á 6. mynd. Sagan um Kraton kemur heldur ekki að öllu leyti heim við myndina. Gröfin á myndinni (nr. 12) ætti að vera hægra megin altaris, en svo er ekki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.