Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 30
34 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Tv. p. S. Röð sagnanna: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12, eða sú sama og á klæðinu. Sú gerð ein skýrir alla gerð 6. myndar, og yfirleitt er ekkert á myndunum, sem fer í bága við efni Tv. p. s., nema ef telja skal litinn á hananum og ef til vill afstöðu grafar og altaris á 12. mynd. Ef gera skal sér grein fyrir, af hvaða rótum klæðið sé runnið, er röð sagnanna mikilvæg, og svo sem hér er sýnt, kemur myndaskip- anin á klæðinu aðeins heim við röð sagnanna í Tv. p. s. Næst skal athugað, hvort unnt hefði verið að gera klæðið eftir einhverri þeirri gerð sögunnar, sem enn er til. Það kemur strax í ljós, að frásögnina um örninn vantar í allar gerðir sögunnar, nema Tv. p. s. í I vantar auk þess söguna um hanann, í II vantar söguna um hanann og ýmis atriði úr Rómarförinni (2, 3), í III er postul- inn látinn elta illvirkjann á fæti, og í IV vantar að mestu söguna um Drúsíönu, hún er aðeins nefnd, og afstaða grafar til altaris er önnur en á klæðinu. Öll atriði myndanna á klæðinu, sem og röð þeirra, mega heita, að komi heim við Tv. p. s., og það sem á milli ber, liturinn á hananum og afstaða til altaris, eru smávægileg eða skýranleg. (Litir á myndunum eru settir af myndrænum ástæðum, eins og vel sést á því, að borgarhliðið á 2., 3. og 4. mynd er sitt með hverjum lit, enda þótt allt sé sama hliðið. Gröfin mun vera sett framan við altarið, af því að örðugt er í útsaumi að sýna gröf, sem ber í enda altarisins). Allt þetta virðist mér benda til þess, að sú kona, sem saumaði klæðið, hafi þekkt söguna af Jóhannesi postula og guðspjallamanni í líkri gerð þeirri, sem geymzt hefur í Tv. p. s. Hér hefur spurningin um aldur klæðisins verið sniðgengin, enda verður henni ekki svarað hér til neinnar hlítar. Þetta má þó nefna: Ekki er trúlegt, að klæðið sé eldra en frá því einhvern tíma á 14. öld. Þá hafa vissulega mörg handrit af sögunni verið mönnum til- tæk. Heildarsvipur klæðisins, sem ákvarðast af hinni rólegu sam- röðun hringanna, sem myndirnar eru felldar í, gefa klæðinu eilítið rómanskt yfirbragð, en flest önnur atriði á myndunum benda hins vegar eindregið á yngri gotneskan stíl. Má t. d. nefna líkamsstell- ingu sumra mannanna á myndunum, svo sem annars mannsins, sem klippir hár Jóhannesar (3. mynd) og postulans á 7. mynd. Á 2., 3., 4. og 12. mynd sést turn með knappi efst, sem líkist mjög turnum á XXV. mynd í íslenzku teiknibókinni í Árnasafni, útg. Björns Th.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.