Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Qupperneq 30
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Tv. p. S.
Röð sagnanna: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12, eða sú sama
og á klæðinu. Sú gerð ein skýrir alla gerð 6. myndar, og yfirleitt
er ekkert á myndunum, sem fer í bága við efni Tv. p. s., nema ef
telja skal litinn á hananum og ef til vill afstöðu grafar og altaris á
12. mynd.
Ef gera skal sér grein fyrir, af hvaða rótum klæðið sé runnið, er
röð sagnanna mikilvæg, og svo sem hér er sýnt, kemur myndaskip-
anin á klæðinu aðeins heim við röð sagnanna í Tv. p. s.
Næst skal athugað, hvort unnt hefði verið að gera klæðið eftir
einhverri þeirri gerð sögunnar, sem enn er til. Það kemur strax í
ljós, að frásögnina um örninn vantar í allar gerðir sögunnar, nema
Tv. p. s. í I vantar auk þess söguna um hanann, í II vantar söguna
um hanann og ýmis atriði úr Rómarförinni (2, 3), í III er postul-
inn látinn elta illvirkjann á fæti, og í IV vantar að mestu söguna
um Drúsíönu, hún er aðeins nefnd, og afstaða grafar til altaris
er önnur en á klæðinu. Öll atriði myndanna á klæðinu, sem og röð
þeirra, mega heita, að komi heim við Tv. p. s., og það sem á milli
ber, liturinn á hananum og afstaða til altaris, eru smávægileg eða
skýranleg. (Litir á myndunum eru settir af myndrænum ástæðum,
eins og vel sést á því, að borgarhliðið á 2., 3. og 4. mynd er sitt
með hverjum lit, enda þótt allt sé sama hliðið. Gröfin mun vera
sett framan við altarið, af því að örðugt er í útsaumi að sýna gröf,
sem ber í enda altarisins). Allt þetta virðist mér benda til þess,
að sú kona, sem saumaði klæðið, hafi þekkt söguna af Jóhannesi
postula og guðspjallamanni í líkri gerð þeirri, sem geymzt hefur
í Tv. p. s.
Hér hefur spurningin um aldur klæðisins verið sniðgengin, enda
verður henni ekki svarað hér til neinnar hlítar. Þetta má þó nefna:
Ekki er trúlegt, að klæðið sé eldra en frá því einhvern tíma á 14.
öld. Þá hafa vissulega mörg handrit af sögunni verið mönnum til-
tæk. Heildarsvipur klæðisins, sem ákvarðast af hinni rólegu sam-
röðun hringanna, sem myndirnar eru felldar í, gefa klæðinu eilítið
rómanskt yfirbragð, en flest önnur atriði á myndunum benda hins
vegar eindregið á yngri gotneskan stíl. Má t. d. nefna líkamsstell-
ingu sumra mannanna á myndunum, svo sem annars mannsins, sem
klippir hár Jóhannesar (3. mynd) og postulans á 7. mynd. Á 2., 3.,
4. og 12. mynd sést turn með knappi efst, sem líkist mjög turnum
á XXV. mynd í íslenzku teiknibókinni í Árnasafni, útg. Björns Th.