Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 37
ALDARAFMÆLI ÞJÓÐMINJASAFNS ISLANDS 41 boðið, háttvirtu gestir, sem fulltrúum þjóðarinnar, sem stofnunina á. Vér viljum gera oss dagamun, staldra við stutta stund á vegferð vorri, svo sem værum vér komnir í merkan áfangastað, minnast þess sem af er leiðar, hyggja að hvar vér erum staddir og skyggn- ast fram á veginn. Ég nefndi bréf stiftsyfirvaldanna, það er ég las, stofnskrá Þjóð- minjasafnsins, en skylt er þá um leið að geta þess, sem á undan henni fór. Því að stofnskrá þessi var ekki runnin undan rifjum neinna yfirvalda. Hún er jákvætt og drengilegt svar yfirvalda við fra'mtakssemi áhugasamra manna úr hópi þjóðfélagsþegnanna sjálfra. Hvötin til stofnunar safnsins kom frá þjóðinni sjálfri, fann sér formælendur í hópi menntamanna og sannaði sig með hugheil- um undirtektum alþýðufólks um landið allt. Ekki verður séð, að neinum hafi dottið í hug á fyrri hluta 19. aldar að efna til safn- stofnunar hér á landi, enda hlaut slíkt að bíða síns tíma eins og hvað annað. Þjóðin var að vakna til nýrrar vitundar um sjálfa síg og hlutverk sitt, hún var smátt og smátt að koma auga á þær nauð- synjar, sem bú hennar þurfti með. Safnið var ein af þessum nauð- synjum, og það var síður en svo vonum seinna, að menn gerðu sér það ljóst; þvert á móti er safninu það nú metnaðarauki, hve snemma röðin kom að því. Og það er ánœgjulegt til þess að hugsa nú, atieð hve hlýjum tilfinningum beztu menn þjóðarinnar skípuðu sér um þann sprota, sem verið var að gróðursetja. Þegar nafn safnsins hafði einu sinni verið nefnt, varð ótrúlega skafnmt milli orða og athafna. Það varð skyndilega ljóst, að hér var hreyft við máli, er átti hljóm- grunn í þjóðinni, án þess að hún hefði vitað það sjálf. Það er rétt og skylt að geta þess hér, þótt kunnugt sé mörgum mönnum, hverjir þeir voru, sem hófu það merki, er nú hefur verið á lofti í hundrað ár. Sigurður Guðmundsson málari andaðist í Reykja- vík þjóðhátíðarárið 1874. Ævi hans varð ekki löng, en þeir sem þekktu hann, vissu að þar féll í valinn einn af beztu mönnum hinn- ar nítjándu aldar, hugsjónamaður sem dreymdi stóra drauma fyrir hönd lands og þjóðar. Sigurður átti andstreymt ujn marga hluti, en tíminn hefur reynzt honum hliðhollur. Hugsj ónamálum hans hefur orðið auðið langlífis og vaxandi gengis, þau voru ekki óraunhæfir órar, eins og stundnm verður um drauma mætra manna. Eitt af stefnumálum Sigurðar var stofnun þjóðlegs forngripa- safns á íslandi, svo sem hann hefur sjálfur ritað á minnisblað um ætlunarverk sitt. Og liinn 24. apríl 1862, birti hann í Þjóðólfi hug- vekju sína til íslendinga um þetta mál, einarðlega og markvissa,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.