Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 38
42 ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS enda má sjá, að þegar á næstu mánuðuim eru nokkrir af mætustu menntamönnum þjóðarinnar komnir við hlið Sigurðar í því skyni að vinna með honum að framkvæmd þeirrar hugmyndar. Þá gerðist það og von bráðar, fyrir áhrif frá hugvekju Sigurðar, að Helgi Sig- urðsson á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, síðar prestur, skrifaði hinn 8. janúar 1863 áskorun eða opið bréf til almennings um gildi forn- minja og nauðsyn þess að koma upp innlendu forngripasafni, og bauðst um leið til að gefa 15 forngripi úr sinni eigu sem vísi að slíku safni. Það var svar stiftsyfirvaldanna við þessu bréfi og tilboði, sem ég las hér að upphafi máls míns. Svo undarlega skammur var aðdragandinn að stofnun safnsins, því að á stofndegi þess voru að- eins tíu mánuðir liðnir frá því að Sigurður málari hafði fyrst vakíð máls á slíku opinberlega. — Vér minnumst í dag þessara tveggja manna, sem mestan þátt áttu að stofnun safnsins, þeir voru báðir stofnendur þess, hvor á sinn hátt, og ástæðulaust að láta þá á nokk- urn hátt skyggja hvorn á annan. En hins er svo skylt að minnast, að Sigurður sleppti ekki hendi sinni af safninu þaðan í frá. Það koim í hans hlut að veita því fóstur á fyrstu árum þess og fórna því kröftum sínum síðustu ellefu ár ævi sinnar. Með réttu er nafn hans skýrustu letri skráð í upphafssögu stofnunar vorrar. En fjarri sé mér að gleyma þeim mönnum öðrum, sem giftudrjúgan hlut áttu að máli, og ber þar fyrstan að nefna Jón Árnason, hinn mikla þjóðsagnasafnara og lærdómsmann, sem greinilega var frá upphafi með Sigurði í ráðum, enda mikill vinur bæði hans og Helga Sig- urðssonar. Kalla mætti Jón Árnason ljósmóður safnsins, en hann var auk þess umsjónarmaður þess með Sigurði málara og síðar Sigurði Vigfússyni fornfræðingi, allt til 1882. Jón Árnason var önnum kafinn maður við embættis- og fræðastörf, og störf hans í þágu safnsins takmörkuðust af því, en ekki verður það ofmetið, hver styrkur hinni nýju stofnun var að því að njóta ráða hans, þekkingar og góðs álits hjá yfirvöldum og almenningi. Af öðrum mönnum, sem á heillaríkan hátt koma við upphaf safnsins, vil ég ekki láta hjá líða að nafngreina Jón alþingismann Sigurðsson á Gautlöndum, Jón Guðmundsson ritstjóra og Jón Sig- urðsson forseta, sem hafði vakandi auga með þeirri tilraun, sem hér var verið að gera, og sparaði hvergi að hvetja forustumennina og liðsinna þeim. En vitaskuld mætti hér enn nafngreina marga aðra, sem voru safninu miklir haukar í horni. Þeim er ekki heldur gleymt, þótt hér verði ekki nefndir, það er hvort eð er ekki ætlun mín að rekja hér sögu safnsins, þótt mér hafi þótt hlýða að minn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.