Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 40
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og því má örugglega treysta, að þjóðin á nú margan ómetanleg-
an dýrgrip, sem hún ætti ekki, ef ekki hefði notið við framtaks
þeirra manna, sem beittu sér fyrir stofnun safnsins.
í skrifum sínum um hlutverk safnsins tala frumherjarnir mikið
um þá landvörn, sem hinir gömlu gripir ættu að vera íslandi; þeir
vildu, að safnið gæti komið þeim útlendum mönnum, sem til lands-
ins kæmu, í skilning um það, að hér hefði frá alda öðli búið menn-
ingarþjóð, en ekki skrælingjar. Vér sjáum hér enn eitt dæmi um
hina gömlu íslenzku viðkvæmni fyrir því, sem útlendir menn kynnu
að segja oss til hnjóðs, og enn einu sinni varð hún hvöt til afreka.
Safnið átti að vera eitt af sönnunargögnum þjóðarinnar til að sanna
rétt sinn meðal þjóða, og í rauninni er þetta svo enn í dag. Vér
mundum nú orða það svo, að safnið eigi meðal annars að vera
tæki til landkynningar, og ég fæ ekki betur séð en það hafi verið
svo í ríkum imæli öll þessi hundrað ár og ekki síður nú en áður.
Það mundi hafa glatt Sigurð málara, ef hann hefði mátt sjá þann
mikla fjölda útlendra gesta, sem nú sækir safnið heim á ári hverju
og heyra fögur orð, sem málsmetandi menn í þeirra hópi hafa látið
um það falla, sumpart af því að þei*m þykir furða, hvað þessi fá-
menna og afskekkta þjóð á af menningarminjum fyrri tíma, en þó
einkum vegna þess, að safnið í heild er sjálfgildur sérstæður heim-
ur, sem hvergi á sér algera samsvörun. Safnið er, ef rétt er skoð-
að, spegilmynd af einu því gervi, sem mannlegt líf og samfélag
getur brugðizt í, eitt tilbrigði hinnar óendanlegu fjölbreytni, sem
er sjálf menning jarðarbúa, það tilbrigði, sefn skapazt hefur við
þær erfðir og aðstæður, sem þessi þjóð hefur búið við og eru ekki
sameiginlegar neinni annarri þjóð. Þjóðminjasafn fslands gerir sér
enn í dag grein fyrir kynningarhlutverki sínu andspænis ufnheim-
inum, vér segjum enn: komið og sjáið hvað vér höfum til brunns
að bera, sjáið hvaða skerf, mikinn eða lítinn, vér höfum fram að
færa og leggja til sameiginlegs menningararfs þjóðanna.
En vitaskuld var upphafsmönnum safnsins það fullljóst eins og
oss er það enn að hundrað árum liðniím, að hlutverk safnsins er
fyrst og fremst inn á við, snýr að oss sjálfum. Þeir lögðu á það mikla
áherzlu, að forngripasafn væri nauðsynlegt til þess að skilja hinar
fornu sögur og fornöldina yfirleitt. f dag mundum vér ekki kveða
eins sterkt að orði um þetta, þótt það sé reyndar satt og rétt, en
taka hins vegar þeim mun betur undir með þeim, er þeir kveða safnið
eiga að styrkja þjóðernið og vera aflvaka í lífi þjóðarinnar. Safnið
skyldi verða eitt af vopnum þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttu henn-