Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 40
44 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS og því má örugglega treysta, að þjóðin á nú margan ómetanleg- an dýrgrip, sem hún ætti ekki, ef ekki hefði notið við framtaks þeirra manna, sem beittu sér fyrir stofnun safnsins. í skrifum sínum um hlutverk safnsins tala frumherjarnir mikið um þá landvörn, sem hinir gömlu gripir ættu að vera íslandi; þeir vildu, að safnið gæti komið þeim útlendum mönnum, sem til lands- ins kæmu, í skilning um það, að hér hefði frá alda öðli búið menn- ingarþjóð, en ekki skrælingjar. Vér sjáum hér enn eitt dæmi um hina gömlu íslenzku viðkvæmni fyrir því, sem útlendir menn kynnu að segja oss til hnjóðs, og enn einu sinni varð hún hvöt til afreka. Safnið átti að vera eitt af sönnunargögnum þjóðarinnar til að sanna rétt sinn meðal þjóða, og í rauninni er þetta svo enn í dag. Vér mundum nú orða það svo, að safnið eigi meðal annars að vera tæki til landkynningar, og ég fæ ekki betur séð en það hafi verið svo í ríkum imæli öll þessi hundrað ár og ekki síður nú en áður. Það mundi hafa glatt Sigurð málara, ef hann hefði mátt sjá þann mikla fjölda útlendra gesta, sem nú sækir safnið heim á ári hverju og heyra fögur orð, sem málsmetandi menn í þeirra hópi hafa látið um það falla, sumpart af því að þei*m þykir furða, hvað þessi fá- menna og afskekkta þjóð á af menningarminjum fyrri tíma, en þó einkum vegna þess, að safnið í heild er sjálfgildur sérstæður heim- ur, sem hvergi á sér algera samsvörun. Safnið er, ef rétt er skoð- að, spegilmynd af einu því gervi, sem mannlegt líf og samfélag getur brugðizt í, eitt tilbrigði hinnar óendanlegu fjölbreytni, sem er sjálf menning jarðarbúa, það tilbrigði, sefn skapazt hefur við þær erfðir og aðstæður, sem þessi þjóð hefur búið við og eru ekki sameiginlegar neinni annarri þjóð. Þjóðminjasafn fslands gerir sér enn í dag grein fyrir kynningarhlutverki sínu andspænis ufnheim- inum, vér segjum enn: komið og sjáið hvað vér höfum til brunns að bera, sjáið hvaða skerf, mikinn eða lítinn, vér höfum fram að færa og leggja til sameiginlegs menningararfs þjóðanna. En vitaskuld var upphafsmönnum safnsins það fullljóst eins og oss er það enn að hundrað árum liðniím, að hlutverk safnsins er fyrst og fremst inn á við, snýr að oss sjálfum. Þeir lögðu á það mikla áherzlu, að forngripasafn væri nauðsynlegt til þess að skilja hinar fornu sögur og fornöldina yfirleitt. f dag mundum vér ekki kveða eins sterkt að orði um þetta, þótt það sé reyndar satt og rétt, en taka hins vegar þeim mun betur undir með þeim, er þeir kveða safnið eiga að styrkja þjóðernið og vera aflvaka í lífi þjóðarinnar. Safnið skyldi verða eitt af vopnum þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttu henn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.