Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 41
ALDARAFMÆLI ÞJÓÐMINJASAFNS ISLANDS
45
ar, skyldi auka henni sjálfsvirðingu, skyldi sýna henni og minna á
hvað vér vorum fyrri og efla trú hennar á það, sem vér getum enn
orðið. Það má orða þessa meginhugsun á margan hátt, og hver tími
mun að líkindum finna henni sitt sérstaka form, en hvernig sem
hún er orðuð, er þetta og verður fyrsta mark og mið Þjóðminja-
safnsins. Það er geymslustaður þjóðlegra minja, til fróðleiks þjóð-
inni um sjálfa sig og sínar erfðir, tæki til menntunar og sjálfspróf-
unar, til mannbætandi íliugunar, til eflingar einstaklingnum sem ís-
lendingi og þá um leið sem Jmanni og heimsborgara. Öll saga er hug-
leiðing um líf og örlög manna og þjóða. í Þjóðminjasafninu er, ef
allt er með felldu, hartnær óþrjótandi tilefni slíkra hugleiðinga,
tilefni, sem þar er á annan hátt upp í hendur lagt en í söfnum skjala
og bóka, sem geyma hinar skráðu heimildir um sögu þjóðarinnar.
Og sagan, se|m geymist á þeim ritum, varpar jafnframt ljósi sínu
á minjarnar, eykur þeim fyllingu, ljær þeim nokkuð af anda hinna
horfnu alda, sem minjarnar skópu og ljóma einstaklinga, sem að
þeim stóðu í upphafi. Að réttu lagi styðja þannig minjarnar og
sagan hvort annað. Safnið geymir að vísu marga listgripi, sem hafa
sjálfstætt gildi, eru óháðir stað og stund. En engan veginn er það
fyrst og fremst listasafn, heldur þjóðlegt íslenzkt minjasafn, og því
ber að vera sér þess vel vitandi og rækja hlutverk sitt til vakningar
þjóðinni og íhugunar um sjálfa sig.
Öllum þeim, sem unnið hafa við Þjóðminjasafnið þessi hundrað
ár, hefur verið vel 1 j óst þetta Imarkmið þess, og þeir hafa unnið í þágu
þess, hver á sinn hátt. Slíkt getur orðið með mörgu móti og hlýtur
að verða það eftir eðli einstaklinga, efnum og ástæðum og aldarfari.
Hér verður ekki fjölyrt um slíkt, en ljúft er að geta þess við þetta
tækifæri, hver uppörvun safninu liefur verið að þeim vinarhug, sem
það hefur ætíð notið hjá almenningi í landinu. Ég held, að það séu
engar afmælisýkjur, að landsmönnum hafi frá upphafi þótt vænt um
þessa stofnun. Á fyrstu árum safnsins bar það oft á góma í sölum
alþingis, og má sj á, að þá þegar létu forráðamenn þj óðarinnar mörg
fögur orð falla um það starf, sem þar var unnið. Það var að vísu
gott, en þó var enn meira um hitt vert, að fjöldi manna um land allt
sýndi safninu áhuga sinn og hollustu í verki með því að gefa því
gjafir, halda til þess góðum gripum, og í rauninni hefur sá straumur
haldið áfram öll þessi ár. 1 afmælisriti, sem nú er komið út fyrir
skömmu, hefur verið reynt að vekja hugboð um þennan sífellda vöxt.
Almenningur í landinu hefur að miklu leyti skapað þetta tiltölulega
stóra safn með gjöfum sínum. Einstakir menn hafa gefið stórgjafir