Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 45
ALDARAFMÆLI ÞJÓÐMINJASAFNS ISLANDS 49 þessum degi, að það Jnegi finna, hér eftir sem hingað til, hlýjan huga þjóðarinnar, því að það er merki þess, að það sé á réttri braut, að vísu safn dauðra liluta, en í lífsins þjónustu.“ Þá tók til máls menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, og mælti svo: Svo virðist sem maðurinn sé yfirleitt glámskvggnari á eðli og gildi þeirra atburða, sem hann sjálfur sér og lifir, en hinna, er hann heyr- ir um eða les um, þegar þeir eru orðnir saga. Sú þróun, er gerist umhverfis hann og hann er sjálfur þáttur í, virðist honum óljósari og torskildari en örlög forfeðra, jafnvel nýgenginnar kynslóðar. Eflaust ber ekki að undrast þetta. Lífið er margbrotið, heimurinn flókinn. Af ótalmörgu, sem ávallt er að gerast, er erfitt að segja, hvað máli skipti. Af öllu því, sem alltaf er verið að segja, er torvelt að dæma um, hvað lifi og hvað gleymist. Auðvitað ber ekki að skilja þetta svo, að sérhverju mannsbarni sé ekki ljóst, hversu gerólík veröldin er nú, því sem hún var um aldamótin síðustu, að ég ekki tali um aldamótin þar á undan. En þótt það sé ljóst, sem orðið er, getur hitt dulizt mönnum, sem er að verða, og enginn veit að sjálf- sögðu, hvað verða mun. Einn mestur stjórnmálaskörungur á fyrri hluta þessarar aldar sagði ekki alls fyrir löngu, að svo virtist nú komið, að helzta ráðið til þess að efla sjálfstæði þjóðar væri að fórna sjálfstæði hennar. Þetta kann að hljóma sem öfugmæli, en orðið sjálfstæði er hér auðvitað notað í tvenns konar merkingu. Átt er við það, að svo virðist sqm ein tegund sjálfstæðis verði ekki efld nema á kostnað annarrar. Tuttugasta öld er tími fjöldaframleiðslu, stórs markaðs, kjarnorku og geimferða. Tvö mestu stórveldi Yestur- landa, og þá um leið veraldar, eru til orðin við samruna þjóða og þjóðarbrota, jafnvel ríkja. f Austurlöndum eru að rísa risaveldi, sem eru ólíkari hið innra en Evrópa, og greinist hún þó í sundurleitar þjóðir og mörg þjóðríki. Hvarvetna gætir viðleitni til þess að efla saimvinnu, tengjast böndum, mynda bandalög. Hvers vegna? Vegna þess, að f j öldaframleiðsla og stór markaður, kjarnorka og geimferðir krefjast stórra átaka, sterkra afla, rnikils valds. En fær það dulizt mönnum, að sérhver samningur milli þjóða, sérhver samtök ríkja, sérhvert bandalag bindur alla þá, sem aðild eiga, takmarkar sjálfs- forræði þeirra, skerðir sjálf'stæði þeirra? Auðvitað vinnst annað. Hversu lengi varðveitir sú þjóð sjálfstæði sitt, sem dregst aftur úr öllum? Og kemur ekki hlutdeild í auknu sjálfstæði og vaxandi öryggi voldugs bandalags í stað minnkandi sjálfsforræðis hvers einstaks?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.