Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 52
56 ÁKBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Ég þakka fulltrúum norrænna safna fyrir kveðjur, gjafir og vin- arorð. Á voruffn dögum hafa söfn um öll lönd mikið samstarf með sér. Þjóðminjasafn Islands tekur að sínu leyti þátt í þessu samstarfi og á margs góðs að minnast bæði af hálfu safna á Norðurlöndum og annars staðar. Þessir góðu gestir hafa og haft með sér gjafir til Þjóðminjasafnsins, góða gripi, sem hafðir munu verða til sýnis i safninu á næstunni, og allir eru þeir mikillar þakkar verðir. En ég hef fleiri gjafir að þakka, og get ég þess sérstaklega, að mér hefur borizt bréf frá borgarstj óranum í Reykjavík, þar sem hann tjáir mér, að borgarráð hafi einróma samþykkt að leggja til við borgarstjórn, að Þjóðminjasafninu verði afhentar kr. 100 þús. til þess að efla mannamyndasafnið og vinna úr því. Ég þakka þessa rausnarlegu gjöf og get fullyrt, að hún kemur í góðar þarfir. Ég þakka einnig allar aðrar gjafir, sem safninu hafa borizt, svo og kveðjur, skeyti og blóm. Ég þakka póst- og símamálastjórninni fyrir þá sæmd að hafa gefið út fögur frímerki í tilefni afmælisins. Og öllum þeim, sem á einhvern hátt hafa stuðlað því að gera þennan dag eftirminni- legan og lagt því lið, að þessi hátíðahöld mættu vel fram fara, færi ég innilegar þakkir. Ég þakka yður öllum komuna hingað.“ Að lokinni þessari athöfn í hátíðasal Háskólans, eða nánar til tekið kl. 4, söfnuðust boðsgestir saman í anddyri og sölum Þjóðminja- safnsins. Hafði þangað verið boðið um 600 manns, en af þeim var talið, að komið hefðu nær 500. Opnuð var afmælissýning sú, sem safnið hafði stofnað til, en hún nefndist „Islenzkur tréskurður" og átti að sýna í stórum dráttum þróun íslenzks tréskurðar frá upphafi til loka 19. aldar. Enn fremur voru á sýningu þessari nokkur atriði til þess að minna á sögu safnsins og forstöðumenn þess. Vönduð sýningarskrá var gefin út. Uppsetningu sýningarinnar annaðist Gísli Gestsson safnvörður að mestu leyti. Jafnframt því sem gestir skoðuðu sýninguna, voru fram bornar veitingar, en fagnaði þessum lauk kl. 6. Safnið var lokað fyrir al- menning á venjulegum sýningartíma, en um kvöldið var það opið fyrir alla kl. 8—10. Um kvöldið kl. 8 hafði menntamálaráðherra og frú hans boð inni í ráðherrabústaðnum fyrir þann fjölda gesta, sem þar má með góðu móti rúmast. En daginn eftir, mánudaginn 25. febrúar, bauð forseti Islands erlendum gestum safnsins og nokkrum öðrum til móttöku á Bessastöðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.