Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 53
A.LDARAFMÆLI ÞJÓÐMINJASAFNS ISLANDS 57 Að kvöldi afmælisdagsins flutti Ríkisútvarpið dagskrá helgaða safninu. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur tók dagskrána saman, og var efni hennar einkum viðtöl við starfsmenn safnsins til þess að kynna starfsemi þess. Þjóðminjasafni Islands var sýndur margháttaður sómi og velvild á þessum merkisdegi þess. Er þess fyrst að geta, er menntamálaráð- herra skýrði frá í ræðu sinni, að ríkisstjórnin ákvað að efla safnið með þjóðháttadeild, er vinna skal að rannsóknum íslenzkra þjóðlífs- hátta á fyrri öldum. Þjóðminjasafnið hefur að sjálfsögðu lengi haft áhuga á því máli, og á síðustu árum hefur verið unnið að þjóðhátta- skráningu á vegtyn þess, en nú standa vonir til, að öll sú starfsemi aukist. Þá ber þess að geta sérstaklega, að borgarstjórinn í Reykjavík tilkynnti þjóðminjaverði, að Reykjavíkurborg mundi afhenda Þjóð- minjasafninu kr. 100.000.00 til þess að efla mannamyndasafn þess og vinna úr því. Kemur þessi höfðinglega gjöf í mjög góðar þarfir. Margir urðu til þess að gefa safninu gjafir í tilefni afmælisins, og skulu þeir nú taldir upp og nefndar gjafir þeirra: Föroya landsstýri: Líkan af færeysku áttamannafari. Norslc folkemuseum, Bygdöy, Ósló: Máluð ölskál stór og tágakarfa. Nationalmuseum, Helsinki: Skrautritað skjal í möppu. Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum og Jenný Guðmundsdóttir, Hafnarfirði: Afrit af uppskrift á dánarbúi Sigurðar málara, gerð fyrir ættingja hans fyrir norðan. Harald Salomon, yfirmedaljör, Kaupmannahöfn: Steyptur brons- skjöldur með mynd Georgs Galsters myntfræðings. Hansína Jónsdóttir, Reykjavík: Glitofið áklæði frá 1857. Halldóra Sigurjónsdóttir, Reykjavík: Saumavél, nær 100 ára. Haraldur Ólafsson bankaritari, Reykjavík: Tréausa, sögð smíðuð af Fjalla-Eyvindi. Anne, Cecilie, Þórhildur og Páll Helgason, börn Jóns biskups Helga- sonar: Allar kirknateikningar Jóns biskups, þær er hann gerði á vísitazíuferðuln sínum, og er þetta safn í alla staði stórmerkilegt. Sigurbjörg Jónsdóttir, Reykjavík: Trafaöskjur frá 1737. Séra Jón M. Guðjónsson, Akranesi: Teikning af gamla bænum á Melum í Melasveit, þeim er séra Helgi Sigurðsson bjó í. Brynjúlfur Dagsson læknir, Kópavogi: Örnefnasafn Brynjúlfs Jónssonar frá Minnanúpi, afa gefanda. Jón Leifs, tónskáld: Gjafabréf fyrir 65 vaxhólkum með gömlum þ j óðlagaupptökum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.