Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Síða 56
60
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hina aftari, þ. e. nyrðri og efri, lítið eitt mjórri en hina, er hann
nefndi framtóftina. Á framtóftinni kvað hann dyr vera á suðurhlið-
veggnum nærri „austurgaflinum"; en hér er vafalaust ritvilla eða
prentvilla og á að standa: vesturgaflinum. Aðrar dyr kvað Brynjúlfur
Jónsson vera á milliveggnum skammt frá vesturgaflinum, en hvort á
honum hafi verið aðrar útidyr, kvað hann eigi sjást gjörla, því að
hann væri eigi vel glöggur.
Næsta sumar eftir að Brynjúlfur Jónsson skoðaði rúst Eiríks-
staða, rannsakaði Þorsteinn Erlingsson hana með grefti, sumarið
1895, sjá bók hans, Ruins of the Saga Time, London, 1899, bls. 52—58.
Þorsteinn Erlingsson kvað sjást hér 2 samhliða upphækkanir og
hina þriðju, sem þó væri naumlega greinileg. Hann gróf út þá tóft-
ina, sem Brynjúlfur Jónsson nefndi framtóft, og á uppdrætti (á bls.
56) merkir hann það, sem hann varð helzt var við þar, steina 2
innan við dyrnar á suðurveggnuím, eldstæði í hornunum báðum við
þann vegg, og hinn þriðja, eftir langelda, á miðju gólfi, stoðarsteina
við báða veggi og fletpall við norðurvegg, og enn fremur merki þess,
að skilveggur myndi hafa verið vestarlega í tóftinni, gerður úr
timbri; fann hann þar engar leifar af gólfskán, en beggja vegna
við, kolamylsnu og ösku. Stærð tóftarinnar segir hann ekki með öðru
móti en því, að hann getur þess, að ]/5 af þumlungi, sennilega ensk-
um (inch) í myndinni, (uppdráttur á bls. 56) samsvari 1 m í tóft-
inni. „Afturtóftina", er Brynjúlfur Jónsson nefndi svo, setur Þor-
steinn Erlingsson jafnframt á uppdrátt sinn, alveg jafnstóra „fram-
tóftinni“, og hefir dyr á millivegg, vestast, þar setm Brynjúlfur Jóns-
son segir þær vera. Hann tilgreinir ekkert svo sem fundið 1 „aftur-
tóftinni“, gefur í skyn, að þar hafi ekki verið eldstæði, segir, að
hún kunni því að vera eftir svefnskála, en kunni einnig að hafa verið
geymsluhús.
Ég kom hingað síðdegis (um kl. 5) frá Reykjavík (þaðan kl. 7 ár-
degis) 13. IX. 1938 og skoðaði þessa rúst; bar saman skýrslur þeirra
Brynjúlfs Jónssonar og Þorsteins Erlingssonar, hvora við aðra og
báðar við veruleikann, rústina sjálfa. Enn fremur bar ég saman
við þetta skýrslu Daniels Bruuns, 1 bók hans Fortidsminder og Nu-
tidshjem paa Island, Köbenhavn, 1928, bls. 136—138. Hann skoðaði
rústina næsta sumar eftir að Þorsteinn Erlingsson hafði rannsakað
hana. Skýrsla hans er útdráttur úr skýrslu Þorsteins, og hefir Bruun
ekki neinu öðru við að bæta en því, að hann hafi fundið vestan við
hana tóft, er sneri upp og ofan í brekkunni, með dyr á suðurenda,
en taldi þó vafasamt, að hún væri jafngömul rústinni. — Ekki virð-