Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Side 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mér mældist „framtóftin" vera 12 m að lengd og um 4,25 m að
breidd að innanmáli, en á yztu veggjaleifar um 16 m að lengd og um
8,25 m að breidd. —
Ljósmyndir tók ég af útsýninu frá rústinni.
14. IX. Fékk mann til aðstoðar við rannsókn rústarinnar með
grefti, Magnús Rögnvaldsson frá Búðardal. Hreinsaði ég nú gras-
svörð allan, er myndazt hafði í „framtóftinni" síðan 1895; var hann
um 5—10 sm að þykkt víðast hvar; um 25 sm í suðausturhorni og
við norðurvegg vestast, austan við þær dyr, er Brynjúlfur Jónsson
og Þorsteinn Erlingsson ætluðu þar hafa verið. Þar sem hann segir
og sýnir hafa verið steina 2 innan við dyrnar á suðurveggnum, var
nú aðeins 1 stein að finna, og sást hann upp úr grasinu, en utan
við hann var nú djúp hola. Hefir hinn steinninn líklega verið þar, en
verið tekinn upp, ef til vill af símalagningarmönnum til að skorða
með símastaur, segn er um 12.50 m. fyrir vestan rústina. — Þar
sem hann segir og sýnir hlóð í suðausturhorninu, var nú 1 steinn,
all-stór, og ösku- og kolaleifar, en ekki greinileg hlóð.
Grjótdreif var þar, er Þorsteinn Erlingsson sýnir steinaröð sunn-
an við langeldastæðið, og 1 steinn all-stór var norðan við það, og
sömuleiðis setpallurinn fram með norðurveggnum, og var jarðveg-
urinn nú ekki tekinn af honum. Stoðarsteinarnir komu ekki allir
greinilega í ljós; en um allt gólfið var hröngl af smáum blágrýtis-
steinum, molum úr stærri steinum, ef til vill, hér í tóftinni, er
sprungið hafi sundur síðan 1895. Kolamylsnu og ösku varð víða vart
í gólfinu, þar sem ég veitti því nákvæmlega athygli, en þó einkum
þar sem Þorsteinn Erlingsson fann eldstæðin þrjú.
Þennan dag tók ég einnig nokkrar ljósmyndir. — Enn fremur
athugaði ég hin miklu landbrot, er Haukadalsá gerir nú hin síðustu
ár hér framundan þessari rúst. Eru nú frá henni og fram á árbakk-
ann, síðasta brotsárið, aðeins 55 m. — Síðastliðin ár hefir bakkinn
sprungið hér á löngu svæði, þar sem áin hefur verið búin að grafa
undan honum, og hefur hann fallið niður og myndazt víð sprunga í
jörðina. Er allt útlit fyrir, að áin haldi áfram að brjóta hér landið,
hlíðina, sem rústin er í, nema að verði unnið til varnar. — Áður féll
áin sunnar, og er þar nú rás, sem þveráin innan við Saursstaði
fellur í, en í milli er breiður, grasi vaxinn hólmi. Þar sem Hauka-
dalsá skellur á honum innanverðum, þyrfti að veita henni í gegnum
hann; þyrfti til þess 175 m langan skurð. Hólminn er nú 1,75 m
hár upp frá vatninu; myndi þurfa að grafa í hann 2.25 m djúpan