Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Qupperneq 62
66
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Brúnirnar eru strikaðar með ý\msum hætti. Er það allt frá einu
striki á efri brún og til þess að höggnar séu í brúnirnar eins konar
ferhyrndar tennur eða tappar með jafnstórum grópum á milli. Virð-
ast strikin hafa verið hefluð eða skafin í steinana.
Letrið er mismunandi mikið á steinunum, allt frá einfaldri graf-
skrift, þar sem einungis er getið nafns, fæðingar- og dánarárs við-
komandi og nafns maka og giftingarárs, og til langrar og hjart-
næmrar lofrollu, sem oft er að nokkru leyti stuðluð eða jafnvel í ljóð-
um. Letrið sjálft er ýmist stórir, latneskir upphafsstafir eða þá eins
konar skrifletur, og á suímum steinunum eru báðar leturgerðirnar.
I greinargerð þessari verður hverjum steini lýst fyrir sig. Reynt
hefur verið að láta sérkenni áletrananna koma eins vel fram og
kostur er á. Alls staðar þar sem letrið er horfið eru hornklofar settir
utan um það bil, er til þeirra svarar. Þar sem örugglega hefur mátt
ráða í horfna stafi, eru þeir settir innan hornklofanna, annars punkt-
ar. Þau einkenni áletrananna, sem talin voru gjörsamlega þýðingar-
laus, t. d. þegar steinhöggvarinn hefur gleymt staf og sett hann svo
lítinn inn á milli lína á eftir, en þetta kemur nokkrum sinnum fyrir,
eru ekki sýnd eða nefnd hverju sinni. Þar sem tveir stafir eru bundnir
saman, svo sem alloft er, t. d. AR eða TT, eru þeir leystir sundur
athugasemdalaust. Þar sem orð eða orðshlutar eru bundnir með striki
yfir staf, eru þau bönd leyst upp í nokkrum tilvikum og rituð með
skáletri. Auðvelt væri að afla fleiri mannfræðilegra upplýsinga
um fólk það, sem undir steinunum liggur, þó að það verði ekki gert
hér. Margt má um það lesa í ritum Kristleifs Þorsteinssonar, sem
sjálfur hefur þekkt sumt af því persónulega (f. 1861). Þess skal
getið, að ártöl og dagsetningar koma ekki alls staðar heim við kirkj u-
bækur, þótt yfirleitt skeiki ekki miklu, en ekki verður þetta rakið hér.
Lýsing legsteinanna hefst með fjórum steinum, er liggja suður frá
kirkjunni í nær réttri röð út frá bilinu milli fremsta og næstfremsta
glugga. Þeir eru allir úr hinum rauða sandsteini, sem vel mætti kalla
Húsafellsstein, enda hefur Matthías Þórðarson gert svo, þar sem
hann minnist á slíka steina í skrá sinni um kirkjur og kirkjugripi,
sejn geymd er í Þjóðminjasafni og venjulega gengur undir nafninu
Kirknabók.
Guðmundur Illugason lögregluþjónn hefur veitt þá mannfræði-
legu vitneskju, sem fram kemur í fyrirsögnum einstakra þátta hér
á eftir, og kann greinarhöfundur honum þakkir fyrir.