Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Page 79
LEGSTEINAR 1 REYKHOLTSKIRKJUGARÐI 83 sem framkvæmd hefur verið án allra tengsla við erlendar lista- stefnur eða skóla. Þrátt fyrir það er líklegt, að hver steinsmiður hafi haft sín séreinkenni eða hann smíðað fremur eina gerð en aðra.* Að líkindum er legsteinagerð úr Húsafellssteini eldri en frá af- komenduttn sr. Snorra Björnssonar, því að í kirkj ugarðinum á Húsa- felli eru nokkrir slíkir steinar, sem sennilega eru frá 17. eða 18. öld. Þar eru og örfáir yngri steinar og er hugmyndin að flytja þessa steina inn í kirkjuna, sem nú er verið að reisa á Iiúsafelli. Legsteinarnir í Reykholtskirkjugarði mega allir heita prýðisvel gerðir og sumir snilldarlega, og vitna um næman smekk og listfengi þeirra, er þá gerðu. Þeir eru einfaldir að gerð, á flestum ekkert skraut annað en strik meðfram brúnum, enda margir þeirra þaktir letri. Fyrir kemur, að einfaldir laufteinungar eða laufblöð og rósir séu sett til skrauts, en allt er það notað í hófi, og heildarsvipur steinsins geldur þess ekki. Leturlínurnar eru jafnar og letrið fast- mótað, stafirnir hafðir jafnstórir og eins. Sést víða, að strikað hef- ur verið fyrir leturlínunum í steininn. Á stöku stað hafa stafir gleymzt eða orðin höggvizt skakkt, og hefur þá stöfunum, sem vant- aði, annaðhvort verið bætt inn ofan við línuna, og þá með smærra letri, eða þá verið höggvið upp úr steininum og orðin höggvin á nýjan leik. Eins hefur og stöfum verið slegið saman í einn eða orðabil minnkað, ef þurft hefur til að koma línunni fyrir á steininn. Hinn dökkrauði litur sandsteinsins gerir sitt til að auka á fegurð legsteinanna. Er stundum líkast því sem slái bláleitum blæ á þá, eink- um þó meðan þeir eru nýir eða nýhreinsaðir, en er þeir veðrast, verða þeir fnóleitari. Á Húsafelli voru alls kyns smíðar stundaðar mjög á síðustu öld, og segir Kristleifur Þorsteinsson svo um það í bókinni Úr byggðum Bogarfjarðar (I), bls. 24, þar sem hann ræðir um börn Jakobs Snorrasonar: „Öll voru þessi tólf systkini hög og mikilvirk, þegar þau komust á legg. Var því heimilisiðnaður á Húsafelli, bæði karla og kvenna, fjölbreyttur og með snilldarbrag. Hver búshlutur var smíðaður heima og auk þess mikið selt af smíðum, sem Jakob kenndi líka sonufn sínum að leysa af hendi, þegar þeir höfðu aldur til. Guð- * Auk þeirra steina, sem hér hafa verið taldir, liggja tveir stuðlabergsdrangar hlið við hlið suðaustan við kirkjuna. Sá minni þeirra er leturlaus, en á hinum stendur: H. H. SAMSON JÓNS SON FÆDDR 1795 DÓ 1851 Samson Jónsson var bóndi á Rauðsgili í Hálsasveit og drukknaði í Hvítá. Lik- lega hefur Þorsteinn Jakobsson höggvið letrið á steininn, þótt það sé ekki fullvíst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.